„Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 30. október 2025 09:01 Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gærdag húsnæðispakka sem á að leysa vandann á húsnæðismarkaði. En þegar betur er að gáð blasir við að verið er að setja plástur á sár sem krefst skurðaðgerðar. Eru engin áform um niðurskurð ríkisútgjalda til að slá á þensluna, vextina? Með því að auka við hlutdeildarlán, rýmka úttekt séreignarsparnaðar og bæta við nýjum hvötum til lánveitinga, er í raun verið að bæta olíu á eldinn. Þessi úrræði hækka kaupmátt fólks til skamms tíma en þau halda verðinu uppi á markaði sem er þegar ósjálfbær. Þetta eru eftirspurnarhvatar, ekki framboðslausnir. Uppbygging um 4000 íbúða í Úlfarsárdal er ekki að mæta eftirspurninni í dag. Við vitum hvað þarf. Það þarf að byggja meira, fyrr og ódýrara. Það þarf að gera skipulagsferli einfaldara, samræma reglur og tryggja að innviðir fylgi. Það er framboð sem jafnar markaðinn, ekki fleiri óhagkvæm lán. Mun útdeiling verkefna til COWI og annarra ráðgjafa utanhúss frá sveitastjórnum virkilega einfalda ferlið? Það er einnig spurning um réttlæti milli kynslóða. Yngra fólk á að nota framtíðarsparnað sinn til að kaupa húsnæði á toppverði á meðan eldri kynslóðin hefur þegar notið áratuga verðhækkana. Þetta er ekki jafnræði, þetta er tilfærsla úr framtíðinni til fortíðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að skera niður eigin yfirbyggingu, skera báknið burt. Við þurfum húsnæðisstefnu sem byggir upp, ekki stefnu sem blæs upp. Við þurfum stefnu sem tryggir lífeyri framtíðarinnar, ekki stefnu sem eyðir honum í dag. Og við þurfum að hugsa húsnæðismál sem varanleg efnahagsmál, ekki sem skammtíma kosningamál. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun