Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 14:31 Viktor Jónsson fagnar einu af tíu mörkum sínum í sumar en hann hefði auðveldlega getað skorað miklu fleiri mörk. Vísir/Anton Brink Skagamaðurinn Viktor Jónsson var í sérflokki í Bestu deild karla í fótbolta í sumar þegar kemur að því að klúðra dauðafærum. Opta-tölfræðiþjónustan heldur utan um tölfræði Bestu deildarinnar og tekur meðal annars saman nýtingu á dauðafærum. Viktor og félagar í Skagaliðinu björguðu sér frá falli úr deildinni með frábærum endaspretti. Viktor skoraði tíu mörk í 25 leikjum en þau hefðu getað verið svo miklu fleiri ef marka má tölfræði Opta. Viktor klúraði 23 dauðafærum í sumar eða næstum því einu slíku færi í leik. Hann var níu dauðafærum á undan næstu mönnum sem voru KR-ingurinn Eiður Gauti Sæbjörnsson og FH-ingurinn Sigurður Bjartur Hallsson með fjórtán klúður hvor. Á eftir þeim kom Valsmaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson með þrettán klúður og Valdimar Þór Ingimarsson með ellefu klúður. Viktor reyndi alls 75 skot í sumar og þar af fóru 26 þeirra á markið. Viktor varð í öðru sæti á sama lista árið áður en þá klúðraði hann 22 dauðafærum eða fimm færri en markakóngurinn Benoný Breki Andrésson sem endaði efstur með 27 klúður. Skagamenn voru í öðru sæti yfir flest klúðruð dauðafæri með 53 en Víkingar voru efstir með 59 klúður og KR-ingar komu síðan í þriðja sætinu með 48 klúður. Það lið sem klúðraði fæstum dauðafærum var aftur á móti lið Aftureldingar með 21. Vestramenn klúðruðu 26 dauðafærum eins og Blikar. Víkingar sköpuðu sér alls 101 dauðafæri í sumar eða ellefu meira en næsta lið sem var Valur. Afturelding rak lestina með aðeins 41 skapað dauðafæri. Flest klúðruð dauðafæri í Bestu deild karla 2025: 1. Viktor Jónsson, ÍA 23 2. Eiður Gauti Sæbjörnsson, KR 14 2. Sigurður Bjartur Hallsson, FH 14 4. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val 13 5. Valdimar Þór Ingimundarson, Víkingi 11 6. Ómar Björn Stefánsson, ÍA 10 6. Matthias Præst, KR 10 8. Nikolaj Hansen, Víkingi 9 8. Emil Atlason, Stjörnunni 9 8. Ásgeir Sigurgeirsson, KA 9 Besta deild karla ÍA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Opta-tölfræðiþjónustan heldur utan um tölfræði Bestu deildarinnar og tekur meðal annars saman nýtingu á dauðafærum. Viktor og félagar í Skagaliðinu björguðu sér frá falli úr deildinni með frábærum endaspretti. Viktor skoraði tíu mörk í 25 leikjum en þau hefðu getað verið svo miklu fleiri ef marka má tölfræði Opta. Viktor klúraði 23 dauðafærum í sumar eða næstum því einu slíku færi í leik. Hann var níu dauðafærum á undan næstu mönnum sem voru KR-ingurinn Eiður Gauti Sæbjörnsson og FH-ingurinn Sigurður Bjartur Hallsson með fjórtán klúður hvor. Á eftir þeim kom Valsmaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson með þrettán klúður og Valdimar Þór Ingimarsson með ellefu klúður. Viktor reyndi alls 75 skot í sumar og þar af fóru 26 þeirra á markið. Viktor varð í öðru sæti á sama lista árið áður en þá klúðraði hann 22 dauðafærum eða fimm færri en markakóngurinn Benoný Breki Andrésson sem endaði efstur með 27 klúður. Skagamenn voru í öðru sæti yfir flest klúðruð dauðafæri með 53 en Víkingar voru efstir með 59 klúður og KR-ingar komu síðan í þriðja sætinu með 48 klúður. Það lið sem klúðraði fæstum dauðafærum var aftur á móti lið Aftureldingar með 21. Vestramenn klúðruðu 26 dauðafærum eins og Blikar. Víkingar sköpuðu sér alls 101 dauðafæri í sumar eða ellefu meira en næsta lið sem var Valur. Afturelding rak lestina með aðeins 41 skapað dauðafæri. Flest klúðruð dauðafæri í Bestu deild karla 2025: 1. Viktor Jónsson, ÍA 23 2. Eiður Gauti Sæbjörnsson, KR 14 2. Sigurður Bjartur Hallsson, FH 14 4. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val 13 5. Valdimar Þór Ingimundarson, Víkingi 11 6. Ómar Björn Stefánsson, ÍA 10 6. Matthias Præst, KR 10 8. Nikolaj Hansen, Víkingi 9 8. Emil Atlason, Stjörnunni 9 8. Ásgeir Sigurgeirsson, KA 9
Flest klúðruð dauðafæri í Bestu deild karla 2025: 1. Viktor Jónsson, ÍA 23 2. Eiður Gauti Sæbjörnsson, KR 14 2. Sigurður Bjartur Hallsson, FH 14 4. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Val 13 5. Valdimar Þór Ingimundarson, Víkingi 11 6. Ómar Björn Stefánsson, ÍA 10 6. Matthias Præst, KR 10 8. Nikolaj Hansen, Víkingi 9 8. Emil Atlason, Stjörnunni 9 8. Ásgeir Sigurgeirsson, KA 9
Besta deild karla ÍA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira