Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. október 2025 07:51 Hjalti segir að allir séu komnir á damp núna og að mokstur gangi vel. Vísir/Steingrímur Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. „Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
„Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.
Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34