Íslenski boltinn

Hættir með Fram

Valur Páll Eiríksson skrifar
Óskar Smári er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í fótbolta.
Óskar Smári er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í fótbolta. Vísir/Anton Brink

Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram. Undir hans stjórn hélt liðið sæti sínu í Bestu deild kvenna á nýliðnu sumri.

Fram var nýliði í Bestu deildinni í sumar en undir stjórn Óskars Smára hefur liðið farið úr 2. deild upp í þá Bestu. Fram hafnaði í 8. sæti deildarinnar, fimm stigum frá falli.

Fram hafði lent í 2. sæti í Lengjudeild kvenna árið áður og tókst því að halda sæti sínu sem nýliði.

Fótbolti.net greinir frá tíðindunum og hefur eftir Óskari Smára að metnaður hans hafi ekki legið á sama stað og sá hjá forráðamönnum félagsins.

Óskar hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Stjörnunni sem leitar þjálfara eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson og Arnar Páll Garðarsson sögðu upp störfum sem þjálfarar liðsins á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×