Innlent

Lést vegna voðaskots úr hagla­byssu

Agnar Már Másson skrifar
Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í gær.
Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í gær.

Maðurinn sem varð fyrir slysaskoti úr haglabyssu í Árnessýslu í gærkvöldi er látinn. Karlmaðurinn var á sextugsaldri.

Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi en segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar að svo stöddu. Lögreglan á Suðurlandi greinir einnig frá þessu á Facebook.

Lögregla, sjúkraflutningabílar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, læknir, vettvangsliðar frá björgunarsveitum og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, föstudag, vegna slyssins.

Lögreglan skrifar að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi.

„Rannsókn á atvikum máls er í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi og nýtur hún aðstoðar tæknideildar Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,“ skrifar lögreglan á Facebook. Fleira kemur ekki fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×