Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar 25. október 2025 08:31 Við notum öll bjargráð, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.Þau eru svör líkamans sem reynir að skapa öryggi þegar eitthvað innra með okkur skelfur. Þegar við upplifum spennu eða áföll reynir líkaminn að finna leið til að róa sig. Hann lærir að eitthvað virkar, t.d. hreyfing, samtal eða hlátur.En stundum finnur líkaminn leið til róar í bjargráðum sem virðast saklaus, þ.e. að vinna meira, hafa ofstjórn á umhverfinu eða leita í áfengi eða sætindi. Það sem byrjaði sem viðbragð getur orðið mynstrið sem heldur okkur föstum. Þetta er ekki veikleiki. Þetta er merki um líkama sem lifði af, en gleymdi að hættan væri búin. Ég veit þetta af eigin raun. Ég starfaði árum saman sem lögreglumaður. Ég sá hluti sem flestir vilja ekki sjá og upplifði aðstæður sem enginn maður ætti að venjast. Fyrst fannst mér ég takast vel á við starfið, ég var rólegur, yfirvegaður og klár í verkefnin. En með tímanum fór ég að finna að það var eitthvað í mér sem var stöðugt á verði, jafnvel þegar ekkert var að gerast. Ég var alltaf tilbúinn og líkaminn náði aldrei að slaka á, að minnsta kosti ekki nóg til þess að ég næði að sofna. Það er skrítið að hugsa til baka og sjá hvað áföll geta orðið eðlileg. Þú venst því að hlaupa inn á vettvang, venst öskrum, blóði, reyk, kulda og sorg, en á sama tíma tekur hver vakt eitthvað með sér heim. Smátt og smátt safnast það saman, það sem þú sást og það sem þú gerðir ekki. Sorgin sem enginn talaði um og áföllin sem enginn nefnir, þau leggjast á sálina eitt lag ofan á annað eins og ryk sem sest á gler. Í starfinu lærir maður bara að halda áfram, í lögreglunni er það kallað að vera faglegur. En það er enginn sem kennir þér hvernig á að vinna úr því sem þú berð með þér. Enginn spyr: „Hvernig gengur þér að sofa eftir vakt?“ eða „hvernig líður líkamanum þínum eftir áralangt álag?“ Þannig að þú finnur þín eigin bjargráð og fyrir mig var það sykur. Sykur virkar svo sannarlega sem bjargráð. Í augnablikinu sem hann snertir bragðlaukana róast allt. Heilinn sendir boð um vellíðan, líkamanum finnst hann vera öruggur, en þessi ró er viðkvæm. Þegar áhrifin fjara út kemur spennan aftur, dýpri og þrálátari og þá þarf meiri sykur. Áður en maður veit af er sykurinn orðinn að björgunarhring sem heldur manni gangandi en gefur enga raunverulega hvíld. Þannig virkar óheilbrigða bjargráðið, þau sefa en græða ekki. Við teljum okkur vera róleg en líkaminn er enn á vakt eins og lögreglumaður sem gleymir að fara heim eftir langan dag. Óheilbrigð bjargráð eru ekki veikleiki, heldur viska líkama sem einu sinni þurfti að bjarga sér. Þau verða til þegar lífið krefst meira af okkur en við ráðum við. Sum bjargráð eru svo eðlileg að við sjáum þau ekki lengur. Við vinnum aðeins meira því það er auðveldara að stjórna verkefnum en tilfinningum. Við reynum að halda utan um lífið með ofstjórnun þegar eitthvað innra með okkur er að gliðna. Við grípum í símann því þögnin getur minnt á það sem við höfum ekki enn sagt upphátt. Við leitum í sætleika, áfengi eða mat sem róar líkama sem hefur gleymt hvað öryggi er. Það sem virðist vera löngun er oftast bið eftir ró, bið eftir því að einhver, jafnvel við sjálf, segjum: „Það er allt í lagi núna.“ Þetta eru bjargráð sem virka sem hækja en aðeins tímabundið. Þau róa storminn á yfirborðinu en halda honum lifandi undir því. Þau gefa líkamanum öryggi sem endist í augnablik, en ekki frið sem varir. Og svo endum við eins og margir gera, í vítahringnum milli spennu og róar á meðan líkaminn bíður eftir að við hlustum. Þegar nóttin kemur og þögnin tekur við, stígur óróinn fram eins og gamall vinur. Hann sest á brún rúmsins og hvíslar sögur úr líkamanum, sögur sem hugurinn vildi gleyma. Líkaminn þráir hvíld en hugurinn heldur vaktina, fastur á milli tveggja heima, fortíðar sem sefur ekki og nútíðar sem hann treystir ekki alveg. Ég finn sársauka sem ég kalla sykurþörf. Ég leita að sætleika, ekki í leit að bragði heldur í friði. Þegar sykurinn snertir tunguna, finnst mér eins og ég fái boð frá einhverjum dýpri stað, hljóðlaust loforð um öryggi. Í augnablikinu trúir líkaminn að hann sé heill. En þegar bragðið hverfur, kemur tómið aftur og með því kemur lærdómurinn. Ég skamma mig ekki lengur fyrir sykurinn sem róaði mig fyrir svefninn.Hann var eins og hljóðlaust loforð um öryggi til líkama sem hafði gleymt hvað ró var. Ég skil nú að það var ekki sykurinn sem gaf mér frið, heldur augnablikið þegar líkaminn trúði að ég væri öruggur. Nú þarf ég hann ekki lengur til að finna frið. Þegar óróinn kemur, leyfi ég honum að tala. Ég hlusta á hann í stað þess að kæfa hann, því stundum þarf friður fyrst að fá rödd áður en hann getur orðið að ró. Ég veit þó að ekki allir sjá eigin bjargráð. Þau hafa orðið eins og óséður hluti af líkamanum, viðbrögð sem virðast eðlileg eins og kertaljós sem logar í myrkri en hitar ekki. Sumir sem ég þekki leituðu í áfengi, vímuefni eða hættulega hegðun, ekki til að hverfa, heldur til að róa taugakerfi sem þoldi ekki meira. Fyrir þá verður hver sopi, hver örvun og hver áhætta að augnabliksfriði. En þegar áhrifin líða hjá, vaknar sama spenna á ný og þeir festast í mynstri sem enginn kenndi þeim að losa sig úr. Þetta eru ekki vondar manneskjur, heldur líkamar og sálir sem hafa verið á verði of lengi. Þeir þurftu ekki dóm, heldur nærveru og hlýju. Það er ekki veikleiki að finna til, það er leiðin heim. Endurupplifun áfalla kennir okkur að hlusta, að hægja á skrefunum og finna jörðina aftur. Þau minna okkur á að á bak við hvert bjargráð býr saga, hjarta sem reyndi að lifa og manneskja sem vildi bara ró. Þegar við loksins sjáum það mýkist allt. Skömmin hverfur og sársaukinn fær nýtt hlutverk, hann verður kennari. Sykurinn var aldrei óvinur minn. Hann var tungumál líkama míns sem reyndi að ná sambandi við hjartað. Nú, þegar óróinn kemur, reyni ég ekki að stöðva hann. Ég býð honum sæti, ég tek hann í fangið eins og barn sem hefur beðið of lengi eftir hlýju. Ég hvísla: „Þú ert öruggur núna.“ Og stundum, í hljóðinu milli hjartslátta, finn ég að róin sem ég leitaði að var aldrei horfin, hún beið bara eftir að ég heyrði í henni. Við skulum taka áföll alvarlega. Því undir hverju bjargráði býr bæn, undir hverri þögn býr þrá og undir hverjum sársauka býr hjarta sem vill aftur tengjast. Sársauka verður ekki hægt að forðast, en við getum lært að umgangast hann.Þegar við hættum að berjast og byrjum að hlusta, verður friðurinn ekki umbun heldur hluti af lífinu sjálfu. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Lögreglan Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við notum öll bjargráð, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.Þau eru svör líkamans sem reynir að skapa öryggi þegar eitthvað innra með okkur skelfur. Þegar við upplifum spennu eða áföll reynir líkaminn að finna leið til að róa sig. Hann lærir að eitthvað virkar, t.d. hreyfing, samtal eða hlátur.En stundum finnur líkaminn leið til róar í bjargráðum sem virðast saklaus, þ.e. að vinna meira, hafa ofstjórn á umhverfinu eða leita í áfengi eða sætindi. Það sem byrjaði sem viðbragð getur orðið mynstrið sem heldur okkur föstum. Þetta er ekki veikleiki. Þetta er merki um líkama sem lifði af, en gleymdi að hættan væri búin. Ég veit þetta af eigin raun. Ég starfaði árum saman sem lögreglumaður. Ég sá hluti sem flestir vilja ekki sjá og upplifði aðstæður sem enginn maður ætti að venjast. Fyrst fannst mér ég takast vel á við starfið, ég var rólegur, yfirvegaður og klár í verkefnin. En með tímanum fór ég að finna að það var eitthvað í mér sem var stöðugt á verði, jafnvel þegar ekkert var að gerast. Ég var alltaf tilbúinn og líkaminn náði aldrei að slaka á, að minnsta kosti ekki nóg til þess að ég næði að sofna. Það er skrítið að hugsa til baka og sjá hvað áföll geta orðið eðlileg. Þú venst því að hlaupa inn á vettvang, venst öskrum, blóði, reyk, kulda og sorg, en á sama tíma tekur hver vakt eitthvað með sér heim. Smátt og smátt safnast það saman, það sem þú sást og það sem þú gerðir ekki. Sorgin sem enginn talaði um og áföllin sem enginn nefnir, þau leggjast á sálina eitt lag ofan á annað eins og ryk sem sest á gler. Í starfinu lærir maður bara að halda áfram, í lögreglunni er það kallað að vera faglegur. En það er enginn sem kennir þér hvernig á að vinna úr því sem þú berð með þér. Enginn spyr: „Hvernig gengur þér að sofa eftir vakt?“ eða „hvernig líður líkamanum þínum eftir áralangt álag?“ Þannig að þú finnur þín eigin bjargráð og fyrir mig var það sykur. Sykur virkar svo sannarlega sem bjargráð. Í augnablikinu sem hann snertir bragðlaukana róast allt. Heilinn sendir boð um vellíðan, líkamanum finnst hann vera öruggur, en þessi ró er viðkvæm. Þegar áhrifin fjara út kemur spennan aftur, dýpri og þrálátari og þá þarf meiri sykur. Áður en maður veit af er sykurinn orðinn að björgunarhring sem heldur manni gangandi en gefur enga raunverulega hvíld. Þannig virkar óheilbrigða bjargráðið, þau sefa en græða ekki. Við teljum okkur vera róleg en líkaminn er enn á vakt eins og lögreglumaður sem gleymir að fara heim eftir langan dag. Óheilbrigð bjargráð eru ekki veikleiki, heldur viska líkama sem einu sinni þurfti að bjarga sér. Þau verða til þegar lífið krefst meira af okkur en við ráðum við. Sum bjargráð eru svo eðlileg að við sjáum þau ekki lengur. Við vinnum aðeins meira því það er auðveldara að stjórna verkefnum en tilfinningum. Við reynum að halda utan um lífið með ofstjórnun þegar eitthvað innra með okkur er að gliðna. Við grípum í símann því þögnin getur minnt á það sem við höfum ekki enn sagt upphátt. Við leitum í sætleika, áfengi eða mat sem róar líkama sem hefur gleymt hvað öryggi er. Það sem virðist vera löngun er oftast bið eftir ró, bið eftir því að einhver, jafnvel við sjálf, segjum: „Það er allt í lagi núna.“ Þetta eru bjargráð sem virka sem hækja en aðeins tímabundið. Þau róa storminn á yfirborðinu en halda honum lifandi undir því. Þau gefa líkamanum öryggi sem endist í augnablik, en ekki frið sem varir. Og svo endum við eins og margir gera, í vítahringnum milli spennu og róar á meðan líkaminn bíður eftir að við hlustum. Þegar nóttin kemur og þögnin tekur við, stígur óróinn fram eins og gamall vinur. Hann sest á brún rúmsins og hvíslar sögur úr líkamanum, sögur sem hugurinn vildi gleyma. Líkaminn þráir hvíld en hugurinn heldur vaktina, fastur á milli tveggja heima, fortíðar sem sefur ekki og nútíðar sem hann treystir ekki alveg. Ég finn sársauka sem ég kalla sykurþörf. Ég leita að sætleika, ekki í leit að bragði heldur í friði. Þegar sykurinn snertir tunguna, finnst mér eins og ég fái boð frá einhverjum dýpri stað, hljóðlaust loforð um öryggi. Í augnablikinu trúir líkaminn að hann sé heill. En þegar bragðið hverfur, kemur tómið aftur og með því kemur lærdómurinn. Ég skamma mig ekki lengur fyrir sykurinn sem róaði mig fyrir svefninn.Hann var eins og hljóðlaust loforð um öryggi til líkama sem hafði gleymt hvað ró var. Ég skil nú að það var ekki sykurinn sem gaf mér frið, heldur augnablikið þegar líkaminn trúði að ég væri öruggur. Nú þarf ég hann ekki lengur til að finna frið. Þegar óróinn kemur, leyfi ég honum að tala. Ég hlusta á hann í stað þess að kæfa hann, því stundum þarf friður fyrst að fá rödd áður en hann getur orðið að ró. Ég veit þó að ekki allir sjá eigin bjargráð. Þau hafa orðið eins og óséður hluti af líkamanum, viðbrögð sem virðast eðlileg eins og kertaljós sem logar í myrkri en hitar ekki. Sumir sem ég þekki leituðu í áfengi, vímuefni eða hættulega hegðun, ekki til að hverfa, heldur til að róa taugakerfi sem þoldi ekki meira. Fyrir þá verður hver sopi, hver örvun og hver áhætta að augnabliksfriði. En þegar áhrifin líða hjá, vaknar sama spenna á ný og þeir festast í mynstri sem enginn kenndi þeim að losa sig úr. Þetta eru ekki vondar manneskjur, heldur líkamar og sálir sem hafa verið á verði of lengi. Þeir þurftu ekki dóm, heldur nærveru og hlýju. Það er ekki veikleiki að finna til, það er leiðin heim. Endurupplifun áfalla kennir okkur að hlusta, að hægja á skrefunum og finna jörðina aftur. Þau minna okkur á að á bak við hvert bjargráð býr saga, hjarta sem reyndi að lifa og manneskja sem vildi bara ró. Þegar við loksins sjáum það mýkist allt. Skömmin hverfur og sársaukinn fær nýtt hlutverk, hann verður kennari. Sykurinn var aldrei óvinur minn. Hann var tungumál líkama míns sem reyndi að ná sambandi við hjartað. Nú, þegar óróinn kemur, reyni ég ekki að stöðva hann. Ég býð honum sæti, ég tek hann í fangið eins og barn sem hefur beðið of lengi eftir hlýju. Ég hvísla: „Þú ert öruggur núna.“ Og stundum, í hljóðinu milli hjartslátta, finn ég að róin sem ég leitaði að var aldrei horfin, hún beið bara eftir að ég heyrði í henni. Við skulum taka áföll alvarlega. Því undir hverju bjargráði býr bæn, undir hverri þögn býr þrá og undir hverjum sársauka býr hjarta sem vill aftur tengjast. Sársauka verður ekki hægt að forðast, en við getum lært að umgangast hann.Þegar við hættum að berjast og byrjum að hlusta, verður friðurinn ekki umbun heldur hluti af lífinu sjálfu. Höfundur er mannvinur og kennari.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar