Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 09:05 Changpeng Zhao, stofnandi rafmyntarisans Binance. Á hans vakt lyfti fyrirtæki ekki fingri til þess að stöðva grunsamlega fjármagnsflutninga sem tengdust þekktum hryðjuverkasamtökum og glæpamönnum. AP/Ellen M. Banner/The Seattle Times Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild. Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild.
Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira
Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58