Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2025 12:44 Þrátt fyrir mikið framboð af nýjum eignum seljast þær ekki. Jónas Atli Gunnarsson telur að verktakar vilji frekar bíða með sölu en lækka verð. Þeir virðist því hafa nóg milli handanna, því það sé líka dýrt að bíða. Vísir Það hefur sjaldan verið eins erfitt að komast inn á fasteignamarkaðinn að mati HMS. Á sama tíma er ekki búið varanlega í allt að sextán þúsund íbúðum. Hagfræðingur telur að verktakar kjósi frekar að bíða með sölu en lækka verð. Það bendi til þess að byggingageirinn hafi nóg milli handanna. Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum. Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum.
Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira