Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 13:00 Leikmenn íslenska landsliðsins héldu fyrir merki Rapyd þegar þær mættu Ísrael í vor og er fyrirtækið ekki lengur styrktaraðili HSÍ. Leikmenn spænska landsliðsins límdu vatnsmelónur á skó sína til að sýna stuðning við Palestínu. Samsett Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í handbolta sýndu í verki, líkt og Íslendingar fyrr á þessu ári, að þær hefðu engan áhuga á að spila handboltaleik við Ísrael á meðan að Ísraelar stunduðu þjóðarmorð á Gaza. Á meðan að stóru alþjóðlegu íþróttasamböndin stöðva ekki þátttöku Ísraels geta lið átt á hættu að vera vísað úr keppni ef þau sniðganga leiki við þjóðina. Þannig spilaði íslenska kvennalandsliðið við Ísrael um sæti á HM síðasta vor og vann stórsigur í því einvígi sem veldur því að Ísland verður með á HM í lok næsta mánaðar. Í yfirlýsingu eftir einvígið hvöttu íslensku stelpurnar íþróttayfirvöld til að endurskoða afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum. Liðið hefði aðeins spilað leikina til að tryggja að fáni Íslands yrði á HM en ekki fáni Ísraels. Leikmenn spænska kvennalandsliðsins sendu einnig frá sér yfirlýsingu fyrir 38-22 stórsigurinn gegn Ísrael í undankeppni EM um helgina. Sá leikur fór, eins og leikir Íslands og Ísraels, fram fyrir luktum dyrum, í Bratislava. Í yfirlýsingunni sögðu þær ómögulegt fyrir sig að líta framhjá þeirri staðreynd að verið væri að myrða saklausa borgara á hverjum degi, á meðan að þær ættu svo að spila handbolta við Ísrael. Sögðust þær standa með palestínsku þjóðinni sem nú hefði mátt þola það að líf 68.000 manns hefðu verið eyðilögð. „Við keppum, já, en okkur stendur ekki á sama.“ Fyrir leikinn hafði þjálfari Spánar, Ambros Martin, einnig sagt: „Það verður erfitt fyrir okkur að spila við þjóð sem virðir öll mannréttindi að vettugi, þar á meðal réttinn til að lifa.“ Í leiknum sjálfum léku leikmenn Spánar með vatnsmelónulímmiða á skóm sínum en vatnsmelóna er tákn um stuðning við palestínsku þjóðina. Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti EM kvenna í handbolta 2026 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Á meðan að stóru alþjóðlegu íþróttasamböndin stöðva ekki þátttöku Ísraels geta lið átt á hættu að vera vísað úr keppni ef þau sniðganga leiki við þjóðina. Þannig spilaði íslenska kvennalandsliðið við Ísrael um sæti á HM síðasta vor og vann stórsigur í því einvígi sem veldur því að Ísland verður með á HM í lok næsta mánaðar. Í yfirlýsingu eftir einvígið hvöttu íslensku stelpurnar íþróttayfirvöld til að endurskoða afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum. Liðið hefði aðeins spilað leikina til að tryggja að fáni Íslands yrði á HM en ekki fáni Ísraels. Leikmenn spænska kvennalandsliðsins sendu einnig frá sér yfirlýsingu fyrir 38-22 stórsigurinn gegn Ísrael í undankeppni EM um helgina. Sá leikur fór, eins og leikir Íslands og Ísraels, fram fyrir luktum dyrum, í Bratislava. Í yfirlýsingunni sögðu þær ómögulegt fyrir sig að líta framhjá þeirri staðreynd að verið væri að myrða saklausa borgara á hverjum degi, á meðan að þær ættu svo að spila handbolta við Ísrael. Sögðust þær standa með palestínsku þjóðinni sem nú hefði mátt þola það að líf 68.000 manns hefðu verið eyðilögð. „Við keppum, já, en okkur stendur ekki á sama.“ Fyrir leikinn hafði þjálfari Spánar, Ambros Martin, einnig sagt: „Það verður erfitt fyrir okkur að spila við þjóð sem virðir öll mannréttindi að vettugi, þar á meðal réttinn til að lifa.“ Í leiknum sjálfum léku leikmenn Spánar með vatnsmelónulímmiða á skóm sínum en vatnsmelóna er tákn um stuðning við palestínsku þjóðina.
Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti EM kvenna í handbolta 2026 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira