Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar 22. október 2025 15:02 Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið stofnaðar fjölmargar rannsóknarnefndir, sem taka til starfa þegar það verða slys. Tökum sem dæmi rannsóknarnefndir flugslysa, sem eru til í flestum löndum. Það þurfa ekki einu sinni að verða dauðaslys, það dugir að flugvél verði fyrir einhverjum skakkaföllum, að þá kemur nefndin og rannsakar málið. Ef flugvél lendir í sjóinn er lagt í mikinn kostnað til að ná upp flakinu til að reyna að finna ástæður slyssins. Slysin eiga sér oft langan aðdraganda. Það hafa verið komnar sprungur í vængfestingu löngu áður en vængurinn dettur af. Með því að skoða festingarnar reglulega má finna litlar sprungur, sem með tíð og tíma gætu stækkað og orðið til þess að vængurinn dytti af. Þessi aðferðarfræði hefur án efa orðið til þess að gera flugvélar öruggari og þannig koma í veg fyrir mörg flugslys og bjarga mörgum mannslífum. Það eru ekki margir sem deyja í flugslysum miðað við mannfall í styrjöldum. Þó ekki séu styrjaldir og flugslys að öllu leiti sambærileg má vel líta á styrjaldir sem slys. Styrjaldir eins og flugslys eiga oft langan aðdraganda. Það eru komnar sprungur í samskipti löngu áður en stríðið brýst út. Það er samt sjaldnast gert nokkuð í málunum fyrr en stríðið er byrjað eða allavegana er orðið óumflýjanlegt. Versalasamningarnir voru til dæmis ávísun á stríð. Vissulega eru margir sem kannað hafa orsakir styrjalda og eins hafa menn lært af reynslunni og reynt að skipa málum þannig að ekki verði endurtekningar á fyrri stríðum. Þannig var Efnahagsbandalagið tilraun í þá átt. Það er sjaldnast litið á stríð sem slys. Úkraníu slysið, af hverju ekki tókst að gera Rússland hluta af vestrænum þjóðfélögum eftir að Sovétið hrundi, er verðugt rannsóknarefni. Það er sjálfsagt að stofna rannsóknarnefnd stríða, sem færi yfir aðdraganda styrjalda. Þó svona rannsóknarnefndir, væru ekki fullkomnar, þá mætti með tíð og tíma læra margt af þeim og ef vel tækist til kenna okkur að skynja bresti í samskiptum, áður en þeir leiði til styrjalda. Einhverjir gætu sagt eitthvað á þá leið að skítlegt eðli mannsins sé þannig að það þurfi lítið til, það sé jafnvel oft orsökin. Rannsóknarnefnd styrjalda myndi kasta ljósi á þennan þátt eins og fjölmarga aðra þætti, sem leiða til styrjalda. Það stoppaði ekki öll stríð, en gæti vel dregið úr tíðni þeirra. Það er dapurlegt að heyra í íslenskum ráðamönnum blása út hætturnar sem stafa af „andstæðingnum“, og berja stríðsbumburnar, eitthvað sem oft er undirbúningur að stríði. Friður er líka lausn. Fulltrúar okkar ættu að benda á það á öllum fundum að friður væri besta lausnin og að við ættum að líta á styrjaldir sem slys. Við ættum líka að mæla fyrir því og fá með okkur í lið, aðrar friðelskandi þjóðir til að stofna rannsóknarnefnd stríðsátaka. Þó ekki væri annað gagn af tillögum af þessu tagi, en að beina umræðunni frá hervæðingu og stríði að umræðu um frið, væri það árangur. Eitt ættum við að hafa lært af öllum stríðunum, að ekki er hægt að lýsa stríðum, sem baráttu hins góða og hins illa. Höfundur er fyrrverandi bóndi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun