Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2025 12:07 Lögreglan á Suðurlandi hefur málið til rannsóknar. Fróðlegt verður að sjá hvort embættið geri nýja kröfu um gæsluvarðhald yfir konunni. Vísir/Vilhelm Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun. Fjallað hefur verið um áhyggjur íbúa í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur kom upp í geymslurými og ruslagámum. Íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af því að brenna hreinlega inni. Eldurinn í húsinu kom upp um miðjan september en það var svo í síðustu viku sem lögregla handtók konu grunaða um íkveikjur. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald og taldi skilyrði laga uppfyllt enda konan undir rökstuddan grun um alvarleg brot sem ógnuðu almannahættu og lífi fólks. Verjandi konunnar kærði úrskurðinn til Landsréttar sem leit málið gjörólíkum augum. Taldi Landsréttur að lögregla hefði ekki sýnt fram á að konan héldi brotum sínum áfram eða til að verja aðra fyrir brotum hennar. Var gæsluvarðhaldið fellt úr gildi. Ýmislegt fróðlegt má lesa í úrskurði héraðsdóms í málinu. Meðal annars að auk íkveikja í geymslunum í fjölbýlishúsinu þann 16., 17. og 22. september hafi verið tilkynnt um bruna í tveimur verslunum á Selfossi 13. og 14. mánaðarins, þar á meðal Nytjamarkaðinum eins og fjallað var um á Vísi. Auk þess hafi komið upp bruni í stigagangi þann 15. október. Lögreglan á Suðurlandi segir að grunur hafi snemma beinst að konunni en hún búi í fjölbýlishúsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hún hafi verið stödd nærri heimilinu í öll þau skipti sem eldur kom þar upp og fylgst slökkvistarfi. Þá var konan stödd í báðum verslunum um það leyti sem eldur kveiknaði þar. Myndbandsupptaka virðist sýna hvar hún kveiki eld inni í hillurekka í verslun þann 13. október. Neitar alfarið sök Konan hefur verið yfirheyrð þrisvar sinnum vegna málsins en neiti alfarið sök. Lögregla sagði í greinargerð sinni að rannsókn væri skammt á veg komin og lengi ekki legið fyrir hver hefði staðið að baki íkveikjum. Til að lögregla geti fengið sakborninga úrskurðaða í gæsluvarðhald þarf að uppfylla skilyrði 95. greinar laga um meðferð sakamála. Viðkomandi þarf að vera orðin 15 ára og rökstuddur grunur um sekt. Auk þeirra þarf að uppfylla eitt skilyrði til viðbótar, nema brotið varði tíu ára fangelsi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist varðhalds á grundvelli skilyrða c og d í 95. grein laga c. að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi, d. að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Meint brot konunnar væru mjög alvarlegs eðlis og fyrir lægi að hún væri grunuð um að hafa endurtekið staðið að íkveikju í fjölbýlishúsi þar sem hætta hafi verið á að eldur breiddist út til 22 íbúða og heimila fólks þar sem 56 einstaklingar eigi lögheimili. Komið hafi fram að íbúar fjölbýlishússins hafi verið mjög áhyggjufullir og óttaslegnir vegna þessa og eðlilega ekki talið sig örugga á eigin heimili. Einnig væri konan grunuð um að hafa staðið að íkveikju í tveimur verslunum um hábjartan dag þegar verslanirnar hafi verið opnar almenningi og þannig sett marga einstaklinga í hættu. Með tvo kveikjara og hnífa á sér Að mati lögreglustjóra væri framburður konunnar ótrúverðugur, rannsóknargögn sýni með óyggjandi hætti að hún var stödd nærri brunavettvöngum í öll skiptin og tengi rannsóknargögn málsins hana þegar beint við vettvangana sjálfa. Tveir kveikjarar og hnífar hafi fundist í fórum hennar við handtöku þann 15. október síðastliðinn, upptaka liggi fyrir sem virðist sýna hana kveikja eld inni í fjölfarinni verslun um hábjartan dag þann 13. október auk þess sem frumupplýsingar sem liggi fyrir úr skoðun af símtæki og dagbók í hennar eigu virðist styðja enn frekar grun lögreglu um aðild hennar að brotum. Taldi lögreglustjóri nauðsynlegt að konan sætti gæsluvarðhaldi til að verja aðra fyrir áframhaldandi árásum, koma í veg fyrir frekara tjón en helst megi þakka skjótum viðbrögðum viðbragðsaðila að enn hafi ekki hlotist alvarlegt heilsutjón. Munatjón virðist mikið og konan hvergi nærri hætt. Bent er á að konan hafi verið í haldi 15. og 16. október, sleppt þá en handtekin aftur sama dag vegna nýrrar tilkynningar og verið í haldi síðan. Lát á íkveikjum virðist því fyrst hafa orðið meðan hún gisti fangageymslu. Gæsluvarðhald væri nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Óforsvaranlegt væri að konan gengi laus þegar svo sterkur grunur væri um alvarleg brot. Hún sé hættuleg umhverfi sínu og það myndi stríða gegn réttarvitund almennings að hún gengi laus meðan málið væri til meðferðar. Landsréttur ósammála Eins og áður segir féllst Héraðsdómur Suðurlands á þessi rök lögreglunnar þann 17. október og úrskurðaði konuna í vikulangt varðhald sem renna átti út á föstudag. Landsréttur sneri úrskurðinum við þar sem fyrrnefnd skilyrði þóttu að svo stöddu ekki uppfyllt og konunni því sleppt. Þá nefnir Landsréttur að lögregla hafi ekki krafist varðhalds á grundvelli þess að konan gæti torveldað rannsókn málsins, sem er annað skilyrði sem hægt sé að vísa til við gæsluvarðhaldskröfu. Konan gengur því laus. Árborg Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Fjallað hefur verið um áhyggjur íbúa í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur kom upp í geymslurými og ruslagámum. Íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af því að brenna hreinlega inni. Eldurinn í húsinu kom upp um miðjan september en það var svo í síðustu viku sem lögregla handtók konu grunaða um íkveikjur. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald og taldi skilyrði laga uppfyllt enda konan undir rökstuddan grun um alvarleg brot sem ógnuðu almannahættu og lífi fólks. Verjandi konunnar kærði úrskurðinn til Landsréttar sem leit málið gjörólíkum augum. Taldi Landsréttur að lögregla hefði ekki sýnt fram á að konan héldi brotum sínum áfram eða til að verja aðra fyrir brotum hennar. Var gæsluvarðhaldið fellt úr gildi. Ýmislegt fróðlegt má lesa í úrskurði héraðsdóms í málinu. Meðal annars að auk íkveikja í geymslunum í fjölbýlishúsinu þann 16., 17. og 22. september hafi verið tilkynnt um bruna í tveimur verslunum á Selfossi 13. og 14. mánaðarins, þar á meðal Nytjamarkaðinum eins og fjallað var um á Vísi. Auk þess hafi komið upp bruni í stigagangi þann 15. október. Lögreglan á Suðurlandi segir að grunur hafi snemma beinst að konunni en hún búi í fjölbýlishúsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hún hafi verið stödd nærri heimilinu í öll þau skipti sem eldur kom þar upp og fylgst slökkvistarfi. Þá var konan stödd í báðum verslunum um það leyti sem eldur kveiknaði þar. Myndbandsupptaka virðist sýna hvar hún kveiki eld inni í hillurekka í verslun þann 13. október. Neitar alfarið sök Konan hefur verið yfirheyrð þrisvar sinnum vegna málsins en neiti alfarið sök. Lögregla sagði í greinargerð sinni að rannsókn væri skammt á veg komin og lengi ekki legið fyrir hver hefði staðið að baki íkveikjum. Til að lögregla geti fengið sakborninga úrskurðaða í gæsluvarðhald þarf að uppfylla skilyrði 95. greinar laga um meðferð sakamála. Viðkomandi þarf að vera orðin 15 ára og rökstuddur grunur um sekt. Auk þeirra þarf að uppfylla eitt skilyrði til viðbótar, nema brotið varði tíu ára fangelsi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist varðhalds á grundvelli skilyrða c og d í 95. grein laga c. að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi, d. að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Meint brot konunnar væru mjög alvarlegs eðlis og fyrir lægi að hún væri grunuð um að hafa endurtekið staðið að íkveikju í fjölbýlishúsi þar sem hætta hafi verið á að eldur breiddist út til 22 íbúða og heimila fólks þar sem 56 einstaklingar eigi lögheimili. Komið hafi fram að íbúar fjölbýlishússins hafi verið mjög áhyggjufullir og óttaslegnir vegna þessa og eðlilega ekki talið sig örugga á eigin heimili. Einnig væri konan grunuð um að hafa staðið að íkveikju í tveimur verslunum um hábjartan dag þegar verslanirnar hafi verið opnar almenningi og þannig sett marga einstaklinga í hættu. Með tvo kveikjara og hnífa á sér Að mati lögreglustjóra væri framburður konunnar ótrúverðugur, rannsóknargögn sýni með óyggjandi hætti að hún var stödd nærri brunavettvöngum í öll skiptin og tengi rannsóknargögn málsins hana þegar beint við vettvangana sjálfa. Tveir kveikjarar og hnífar hafi fundist í fórum hennar við handtöku þann 15. október síðastliðinn, upptaka liggi fyrir sem virðist sýna hana kveikja eld inni í fjölfarinni verslun um hábjartan dag þann 13. október auk þess sem frumupplýsingar sem liggi fyrir úr skoðun af símtæki og dagbók í hennar eigu virðist styðja enn frekar grun lögreglu um aðild hennar að brotum. Taldi lögreglustjóri nauðsynlegt að konan sætti gæsluvarðhaldi til að verja aðra fyrir áframhaldandi árásum, koma í veg fyrir frekara tjón en helst megi þakka skjótum viðbrögðum viðbragðsaðila að enn hafi ekki hlotist alvarlegt heilsutjón. Munatjón virðist mikið og konan hvergi nærri hætt. Bent er á að konan hafi verið í haldi 15. og 16. október, sleppt þá en handtekin aftur sama dag vegna nýrrar tilkynningar og verið í haldi síðan. Lát á íkveikjum virðist því fyrst hafa orðið meðan hún gisti fangageymslu. Gæsluvarðhald væri nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Óforsvaranlegt væri að konan gengi laus þegar svo sterkur grunur væri um alvarleg brot. Hún sé hættuleg umhverfi sínu og það myndi stríða gegn réttarvitund almennings að hún gengi laus meðan málið væri til meðferðar. Landsréttur ósammála Eins og áður segir féllst Héraðsdómur Suðurlands á þessi rök lögreglunnar þann 17. október og úrskurðaði konuna í vikulangt varðhald sem renna átti út á föstudag. Landsréttur sneri úrskurðinum við þar sem fyrrnefnd skilyrði þóttu að svo stöddu ekki uppfyllt og konunni því sleppt. Þá nefnir Landsréttur að lögregla hafi ekki krafist varðhalds á grundvelli þess að konan gæti torveldað rannsókn málsins, sem er annað skilyrði sem hægt sé að vísa til við gæsluvarðhaldskröfu. Konan gengur því laus.
Árborg Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira