Körfubolti

Tryggvi frá­bær í öruggum Evrópusigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason var magnaður í Tékklandi í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason var magnaður í Tékklandi í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason átti flottan leik í kvöld þegar Bilbao Basket vann risasigur í Evrópubikarnum.

Bilbao Basket vann þá 54 stiga útisigur á tékkneska Basket Brno, 105-51.

Basket Brno hafði unnið fyrsta leik sinn á móti Bilbao tapaði á móti grísku liði í fyrsta leik.

Spænska liðið sem vann þessa keppni í fyrravor sýndi styrk sinn í kvöld.

Enginn lék betur en Tryggvi. Hann var með 17 stig, 9 fráköst, 4 varin skot, 3 stolna bolta og 2 stoðsendingar á aðeins rúmum nítján mínútum.

Tryggvi hitti úr 8 af 9 skotum sínum utan af velli og var með 33 stig framlagsstig þrátt fyrir að spila tæpan hálfan leikinn. Bilbao vann með 30 stigum þegar hann var inn á gólfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×