Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. október 2025 16:02 Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sundlaugar og baðlón Reykjavík Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun