Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2025 14:59 Verktakar byrjuðu að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins í gær. AP/Evan Vucci Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið. Talskona Trumps sagði einnig að ekkert yrði rifið niður vegna framkvæmdanna þegar þær voru opinberaðar í sumar. Veislusalurinn umdeildi markar umfangsmestu framkvæmdirnar við Hvíta húsið í marga áratugi. Þá verður byggingin mun stærri en Hvíta húsið sjálft. Trump sagði frá því í gær að framkvæmdir væru hafnar og að samhliða þeim ætti að uppfæra austurálmu Hvíta hússins. „Í meira en 150 ár hefur hvern forseta dreymt um veislusal við Hvíta húsið, þar sem hægt er að taka á móti fólki með stórum veislum.“ Hann heldur því einnig fram að framkvæmdirnar muni ekki kosta ríkið neitt, heldur séu þær fjármagnaðar af föðurlandsvinum. Á kvöldverði í síðustu viku, þar sem Trump tók á móti auðugum Bandaríkjamönnum sem sagðir eru hafa gefið peninga til framkvæmdanna, sem eiga að kosta um 240 milljónir dala, sagði Trump að salurinn myndi hýsa 999 manns. Þegar framkvæmdirnar voru tilkynntar í júlí átti salurinn að geta hýst um 650 manns. Svona á veislusalurinn að líta út að innan.Hvíta húsið Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar hefur dramatískt myndefni af verktökum nota stórar vinnuvélar til að rífa Hvíta húsið verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hefðbundnum miðlum vestanhafs. Blaðamenn og aðrir hafa einnig fylgst með framkvæmdunum frá Fjármálaráðuneytinu, sem er nærri Hvíta húsinu. Stjórnendur ráðuneytisins hafa sent póst á starfsmenn og beðið þá um að dreifa ekki myndum af framkvæmdunum, án þess að fá leyfi fyrir því. Ekkert leyfi liggur fyrir Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna, sem heldur utan um rekstur Hvíta hússins, hefur ekki svarað fyrirspurnum frá blaðamönnum Washington Post um hve stór hluti Hvíta hússins verður rifinn. Einhverjir heimildarmenn miðilsins segja að nánast öll austurálman, sem var fyrst reist árið 1902 og hæð bætt við árið 1942, verði rifin fyrir veislusalinn. Líkan sem sást á kvöldverði sem Trump hélt í síðustu viku. Veislusalurinn er þarna lengst til hægri og virðist sem að hann verði byggður við austurálmuna, eða það sem eftir verður af henni.AP/John McDonnell Sérstök stofnun sem á að samþykkja framkvæmdir sem tengjast opinberum byggingum í Washington hefur ekki gefið leyfi fyrir byggingu veislusalarins enn. Formaður nefndarinnar heitir Will Scharf en hann starfar í Hvíta húsinu og ku vera náinn ráðgjafi Trumps. Hann segir að nefndin þurfi ekki að samþykkja undirbúningsframkvæmdir eða niðurrif. Nefndin eigi eingöngu að fjalla um nýbyggingar. AP segir óljóst hvort nefndinni hafi yfir höfuð borist beiðni um samþykki vegna byggingar veislusalarins. Sjá einnig: Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Starfsmenn Trumps segja reiðina vegna niðurrifsins og byggingu veislusalarins byggja á fölskum grunni. Forsetar hafi ítrekað gert endurbætur á Hvíta húsinu í gegnum árin. Í flestum tilfellum umfangsmikilla breytinga hafa forsetar þó fengið samþykki frá þinginu áður en farið hefur verið í þær. A lot of FAKE OUTRAGE over construction of the big, beautiful (and privately funded) White House Ballroom.FACT: Presidents have been renovating and expanding the White House for more than 100 years.In 1902, President Theodore Roosevelt built the West Wing .In 1909,… pic.twitter.com/p7opxjsNAm— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) October 20, 2025 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Talskona Trumps sagði einnig að ekkert yrði rifið niður vegna framkvæmdanna þegar þær voru opinberaðar í sumar. Veislusalurinn umdeildi markar umfangsmestu framkvæmdirnar við Hvíta húsið í marga áratugi. Þá verður byggingin mun stærri en Hvíta húsið sjálft. Trump sagði frá því í gær að framkvæmdir væru hafnar og að samhliða þeim ætti að uppfæra austurálmu Hvíta hússins. „Í meira en 150 ár hefur hvern forseta dreymt um veislusal við Hvíta húsið, þar sem hægt er að taka á móti fólki með stórum veislum.“ Hann heldur því einnig fram að framkvæmdirnar muni ekki kosta ríkið neitt, heldur séu þær fjármagnaðar af föðurlandsvinum. Á kvöldverði í síðustu viku, þar sem Trump tók á móti auðugum Bandaríkjamönnum sem sagðir eru hafa gefið peninga til framkvæmdanna, sem eiga að kosta um 240 milljónir dala, sagði Trump að salurinn myndi hýsa 999 manns. Þegar framkvæmdirnar voru tilkynntar í júlí átti salurinn að geta hýst um 650 manns. Svona á veislusalurinn að líta út að innan.Hvíta húsið Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar hefur dramatískt myndefni af verktökum nota stórar vinnuvélar til að rífa Hvíta húsið verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hefðbundnum miðlum vestanhafs. Blaðamenn og aðrir hafa einnig fylgst með framkvæmdunum frá Fjármálaráðuneytinu, sem er nærri Hvíta húsinu. Stjórnendur ráðuneytisins hafa sent póst á starfsmenn og beðið þá um að dreifa ekki myndum af framkvæmdunum, án þess að fá leyfi fyrir því. Ekkert leyfi liggur fyrir Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna, sem heldur utan um rekstur Hvíta hússins, hefur ekki svarað fyrirspurnum frá blaðamönnum Washington Post um hve stór hluti Hvíta hússins verður rifinn. Einhverjir heimildarmenn miðilsins segja að nánast öll austurálman, sem var fyrst reist árið 1902 og hæð bætt við árið 1942, verði rifin fyrir veislusalinn. Líkan sem sást á kvöldverði sem Trump hélt í síðustu viku. Veislusalurinn er þarna lengst til hægri og virðist sem að hann verði byggður við austurálmuna, eða það sem eftir verður af henni.AP/John McDonnell Sérstök stofnun sem á að samþykkja framkvæmdir sem tengjast opinberum byggingum í Washington hefur ekki gefið leyfi fyrir byggingu veislusalarins enn. Formaður nefndarinnar heitir Will Scharf en hann starfar í Hvíta húsinu og ku vera náinn ráðgjafi Trumps. Hann segir að nefndin þurfi ekki að samþykkja undirbúningsframkvæmdir eða niðurrif. Nefndin eigi eingöngu að fjalla um nýbyggingar. AP segir óljóst hvort nefndinni hafi yfir höfuð borist beiðni um samþykki vegna byggingar veislusalarins. Sjá einnig: Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Starfsmenn Trumps segja reiðina vegna niðurrifsins og byggingu veislusalarins byggja á fölskum grunni. Forsetar hafi ítrekað gert endurbætur á Hvíta húsinu í gegnum árin. Í flestum tilfellum umfangsmikilla breytinga hafa forsetar þó fengið samþykki frá þinginu áður en farið hefur verið í þær. A lot of FAKE OUTRAGE over construction of the big, beautiful (and privately funded) White House Ballroom.FACT: Presidents have been renovating and expanding the White House for more than 100 years.In 1902, President Theodore Roosevelt built the West Wing .In 1909,… pic.twitter.com/p7opxjsNAm— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) October 20, 2025
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira