Sport

NFL stjarna lést í fanga­klefa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Vöðvahamsturinn Doug Martin í búningi Buccaneers.
 Vöðvahamsturinn Doug Martin í búningi Buccaneers. vísir/getty

Doug Martin, fyrrum hlaupari Tampa Bay Buccaneers, er látinn aðeins 36 ára að aldri.

Hann lést á lögreglustöð í Oakland um nýliðna helgi. Martin hafði verið handtekinn um miðja nótt þar sem hann hafði brotist inn í hús nálægt sínu eigin húsi.

„Er hann var handtekinn kom til átaka. Hann missti svo meðvitund eftir komu á lögreglustöðina,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar í Oakland en andlát Martins verður rannsakað nánar.

Umboðsmaður Martin gaf út yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Martin hefði verið að glíma við andleg veikindi sem hefðu haft mikil áhrif á hans líf. Foreldrar hans hefðu lengi reynt að leita eftir aðstoð við son sinn en án árangurs.

Martin átti frábæran sjö ára feril í NFL-deildinni og sex af þeim árum eyddi hann hjá Tampa Bay Buccaneers. Hann var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins sem kölluðu hann Vöðvahamsturinn enda lítill og sterkur.

Hann var valinn númer 31 í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2012 og skilaði rúmlega 5.300 hlaupajördum og 30 snertimörkum á ferlinum. 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×