Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. október 2025 11:32 Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Eldri borgarar Netglæpir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar