Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. október 2025 11:32 Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Eldri borgarar Netglæpir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun