Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 14:16 Xi Jinping, forseti Kína, hefur stýrt landinu í þrettán ár en gæti í raun gert það eins lengi og honum sýnist. Hann hefur ekki gefið til kynna hvort hann ætli að sækjast eftir fjórða fimm ára kjörtímabilinu eða hvort hann hafi í hyggju að velja sér arftaka. AP/Ken Ishii Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. Fundarhöld vikunnar hófust í morgun á því að Xi hélt ræðu á lokuðum fundi flokksins og lagði þar fram áætlun sína fyrir næstu fimm ár í Kína (2026-2030). Eins og bent er á í grein AP fréttaveitunnar standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum vandamálum. Hægt hefur á hagkerfi landsins og þá standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum tálmum varðandi nýjustu tækni og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt Kínverja umfangsmiklum tollum. Í grein á vef Xinhua, sem er ríkisrekinn kínverskur miðill, segir að næstu fimm árin verði meiri áhersla lögð á að auka gæði, vísindastarf og fjölga tækninýjungum og auka þannig hagvöxt. Samhliða því á nútímavæða hefðbundinn iðnað í Kína og ýta undir nýsköpun. Markmiðið er, samkvæmt Xinhua, að gera hagkerfi Kína neysludrifið, í stað þess að keyra það áfram á framleiðslu. Greinendur búast við umfangsmiklum hreinsunum í miðstjórn Kommúnistaflokksins í vikunni en fundarhöld vikunnar marka miðjupunkt þriðja fimm ára kjörtímabils Xi. Mögulegt er að hann muni lýsa yfir vilja til að sitja fjórða kjörtímabilið. Fyrir fundinn var níu af æðstu stjórnendum hers Kína vikið úr flokknum og þeir sakaðir um spillingu. Erfiðara með hverju árinu Xi Jinping hefur stýrt Kína í þrettán ár en nokkur ár eru liðin frá því hann keyrði í gegn breytingar á reglum Kommúnistaflokksins sem gera honum í raun kleift að stjórna eins lengi og honum sýnist. Þó hann sé orðinn 72 ára gamall hefur hann ekki gefið til kynna á nokkurn hátt að hann hafi í huga að stíga til hliðar. Þá virðist sem að hann hafi ekki stillt upp einhverjum sem mögulegum arftaka sínum né gefið í skyn að slíkt sé á döfinni. Eins og fram kemur í grein New York Times eykur hvert ár sem Xi er við völd á þá óvissu um hvað myndi til dæmis gerast ef hann yrði veikur. Þá væri óljóst hver myndi taka við og hvort viðkomandi myndi gera umfangsmiklar breytingar eða ekki. Þetta er þekkt vandamál, ef svo má segja, í alræðisríkjum þar sem tilteknir menn hafa verið mjög lengi við völd. Það að tilnefna arftaka getur reynst þeim hættulegt, þar sem það fjölgar höndum á stýrinu og getur grafið undan stöðu þessara manna. Tiltölulega stutt er síðan Xi heyrðist ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegar leiðir til að lengja líf manna, eins og með líffæragjöf. Þá ræddu þeir einnig hvernig það að vera sjötugur sé lítið tiltökumál í dag. Sjá einnig: Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Ef og þá þegar Xi velur sér arftaka yrði hans helsta áherslumál, samkvæmt NYT, að sá yrði honum hliðhollur og myndi halda áfram að framfylgja stefnumálum Xi. Því lengur sem Xi heldur í stjórnartaumana, því erfiðara verður fyrir hann að finna arftaka sem getur leitt Kína til langs tíma og í býr í senn yfir nægilegri reynslu til að halda í stjórnartaumana sjálfur. Eldri menn í æðstu stöðum Frá því hann tók við völdum hefur Xi skipað nána bandamenn sína í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Þar eru yngstu menn á sjötugsaldri og því ólíklegir til að geta tekið við af Xi. Hann var 54 ára gamall árið 2007 þegar hann var skipaður í framkvæmdastjórnina. Næsti aðalfundur Kommúnistaflokksins verður haldinn árið 2027 og verður þá mynduð ný framkvæmdastjórn. Sérfræðingur í málefnum Kína sem ræddi við NYT segir að allir þeir sem þyki líklegir til að verða skipaðir í nefndina séu einnig líklega of gamlir til að taka við af Xi þegar þar að kemur. Annar segir að Xi eigi yfir höfuð erfitt með að treysta öðrum og sérstaklega embættismönnum sem þekkir ekki vel. Því eldri sem hann verður, því einangraðri verði hann frá þeirri kynslóð sem væntanlegur arftaki hans tilheyrir. Líklegt þykir að Xi muni velja nokkra menn sem gætu tekið við af honum. Í kjölfarið muni þeir berjast um hylli hans og um völd innan Kommúnistaflokksins. Kína Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fundarhöld vikunnar hófust í morgun á því að Xi hélt ræðu á lokuðum fundi flokksins og lagði þar fram áætlun sína fyrir næstu fimm ár í Kína (2026-2030). Eins og bent er á í grein AP fréttaveitunnar standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum vandamálum. Hægt hefur á hagkerfi landsins og þá standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum tálmum varðandi nýjustu tækni og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt Kínverja umfangsmiklum tollum. Í grein á vef Xinhua, sem er ríkisrekinn kínverskur miðill, segir að næstu fimm árin verði meiri áhersla lögð á að auka gæði, vísindastarf og fjölga tækninýjungum og auka þannig hagvöxt. Samhliða því á nútímavæða hefðbundinn iðnað í Kína og ýta undir nýsköpun. Markmiðið er, samkvæmt Xinhua, að gera hagkerfi Kína neysludrifið, í stað þess að keyra það áfram á framleiðslu. Greinendur búast við umfangsmiklum hreinsunum í miðstjórn Kommúnistaflokksins í vikunni en fundarhöld vikunnar marka miðjupunkt þriðja fimm ára kjörtímabils Xi. Mögulegt er að hann muni lýsa yfir vilja til að sitja fjórða kjörtímabilið. Fyrir fundinn var níu af æðstu stjórnendum hers Kína vikið úr flokknum og þeir sakaðir um spillingu. Erfiðara með hverju árinu Xi Jinping hefur stýrt Kína í þrettán ár en nokkur ár eru liðin frá því hann keyrði í gegn breytingar á reglum Kommúnistaflokksins sem gera honum í raun kleift að stjórna eins lengi og honum sýnist. Þó hann sé orðinn 72 ára gamall hefur hann ekki gefið til kynna á nokkurn hátt að hann hafi í huga að stíga til hliðar. Þá virðist sem að hann hafi ekki stillt upp einhverjum sem mögulegum arftaka sínum né gefið í skyn að slíkt sé á döfinni. Eins og fram kemur í grein New York Times eykur hvert ár sem Xi er við völd á þá óvissu um hvað myndi til dæmis gerast ef hann yrði veikur. Þá væri óljóst hver myndi taka við og hvort viðkomandi myndi gera umfangsmiklar breytingar eða ekki. Þetta er þekkt vandamál, ef svo má segja, í alræðisríkjum þar sem tilteknir menn hafa verið mjög lengi við völd. Það að tilnefna arftaka getur reynst þeim hættulegt, þar sem það fjölgar höndum á stýrinu og getur grafið undan stöðu þessara manna. Tiltölulega stutt er síðan Xi heyrðist ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegar leiðir til að lengja líf manna, eins og með líffæragjöf. Þá ræddu þeir einnig hvernig það að vera sjötugur sé lítið tiltökumál í dag. Sjá einnig: Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Ef og þá þegar Xi velur sér arftaka yrði hans helsta áherslumál, samkvæmt NYT, að sá yrði honum hliðhollur og myndi halda áfram að framfylgja stefnumálum Xi. Því lengur sem Xi heldur í stjórnartaumana, því erfiðara verður fyrir hann að finna arftaka sem getur leitt Kína til langs tíma og í býr í senn yfir nægilegri reynslu til að halda í stjórnartaumana sjálfur. Eldri menn í æðstu stöðum Frá því hann tók við völdum hefur Xi skipað nána bandamenn sína í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Þar eru yngstu menn á sjötugsaldri og því ólíklegir til að geta tekið við af Xi. Hann var 54 ára gamall árið 2007 þegar hann var skipaður í framkvæmdastjórnina. Næsti aðalfundur Kommúnistaflokksins verður haldinn árið 2027 og verður þá mynduð ný framkvæmdastjórn. Sérfræðingur í málefnum Kína sem ræddi við NYT segir að allir þeir sem þyki líklegir til að verða skipaðir í nefndina séu einnig líklega of gamlir til að taka við af Xi þegar þar að kemur. Annar segir að Xi eigi yfir höfuð erfitt með að treysta öðrum og sérstaklega embættismönnum sem þekkir ekki vel. Því eldri sem hann verður, því einangraðri verði hann frá þeirri kynslóð sem væntanlegur arftaki hans tilheyrir. Líklegt þykir að Xi muni velja nokkra menn sem gætu tekið við af honum. Í kjölfarið muni þeir berjast um hylli hans og um völd innan Kommúnistaflokksins.
Kína Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira