Körfubolti

Vallarþulurinn í Kefla­vík lét Ægi Þór heyra það

Siggeir Ævarsson skrifar
Það er ekki alltaf sama hvort það er Jón eða séra Jón í íslenskum körfubolta
Það er ekki alltaf sama hvort það er Jón eða séra Jón í íslenskum körfubolta Vísir/Guðmundur

Keflavík vann gríðarsterkan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 92-71. Það var þó atvik utan vallar sem vakti athygli sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi.

Um miðjan fyrri hálfleik, í stöðunni 33-29, keyrði landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson á körfuna og fiskaði villu en það var raunar í eina skiptið sem Ægir fór á vítalínuna í leiknum. Vallarþulurinn var greinilega ekki sammála ákvörðun dómarans og kallaði í hátalarakerfið: „Það er gott að vera í landsliðinu!“

Sérfræðingarnir í setti þetta kvöldið voru þeir Jonni og Teitur, en Jonni er auðvitað úr Keflavík og allir vita og hann hafði ekki of miklar áhyggjur af þessu:

„Nú ætla ég að segja ykkur svolítið. Þessi ágæti maður sem er þulur í Keflavík hann getur talað af reynslu vegna þess að hann er í landsliði lögreglumanna í körfubolta.“

Teitur var aftur á móti rödd skynseminnar eins og svo oft áður og sagði að auðvitað ætti svona lagað ekki að heyrast og Jonni tók undir þrátt fyrir að hafa byrjað á að verja sinn mann.

Klippa: Það er gott að vera í landsliðinu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×