Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2025 07:02 Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun