Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. október 2025 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Ívar Fannar Skera þarf niður í starfsteymi karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi verkefni í Þýskalandi vegna fjárhagsstöðu HSÍ. Landsliðsþjálfarinn kynnti hópinn sem fer til Þýskalands í dag. Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni. HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni.
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti