Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 11:48 Vladímír Osetsjkin í viðtali við AP-fréttastofuna árið 2022. Hann flúði Rússland þegar stjórnvöld þar byrjuðu að þjarma að honum fyrir að afhjúpa illa meðferð á föngum í fangelsum landsins. AP/Francois Mori Fjórir menn voru handteknir í Frakklandi, grunaðir um að leggja á ráðin um að ráðast á rússneskan aðgerðasinna í útlegð. Frönsk yfirvöld hafa ekki greint frá þjóðerni mannanna eða hvort þeir séu taldir útsendrar erlendrar leyniþjónustu. Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins. Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins.
Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39