Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 08:16 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Michael Dwyer John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem varð svo mikill gagnrýnandi forsetans, var í gær ákærður. Hann er meðal annars sakaður um að hafa geymt leynileg skjöl heima hjá sér og að deila leynilegum upplýsingum með ættingjum sínum. Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila