Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 16:24 Vladimír Pútín og Donald Trump í Alaska í ágúst. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Trump ekki látið verða af ítrekuðum hótunum sínum um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað forsetarnir töluðu um en væntanlega töluðu þeir mikið um innrás Rússa í Úkraínu, sem Trump hefur reynt að binda enda á en með takmörkuðum árangri. Þá er mögulegt að samtalið standi enn yfir þegar þetta er skrifað. Á meðan forsetarnir voru að tala saman birti Trump færslu á Truth Social, sínum eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði samtalið vera langt. Að öðru leyti myndi hann segja frá innihaldi þess, eins og Rússar myndu gera, þegar því væri lokið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur reglulega rætt við Trump í síma á undanförnum dögum og vikum og mun fara á fund Trumps í Washington á morgun. Selenskí er að vonast eftir því að geta keypt hergögn af Bandaríkjamönnum en efst á lista hans eru loftvarnarkerfi og flugskeyti í því. Þar að auki hefur Selenskí farið fram á að kaupa bandarískar stýriflaugar. Trump hefur gefið til kynna að hann gæti verið tilbúinn til að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Þau ummæli gætu þó verið til þess eins að reyna að setja þrýsting á Pútín til að fá hann að samningaborðinu, eins og Trump hefur gefið til kynna. „Vilja þeir fá Tomahawk-flaugar í þeirra átt? Það held ég ekki,“ sagði hann við blaðamenn í gær. „Ég held ég muni ræða þetta við Rússland.“ Úkraínumenn gætu notað umræddar stýriflaugar til áframhaldandi árása djúpt í Rússlandi en óljóst er hve margar slíkar þeir gætu fengið, taki Trump þá ákvörðun. Ráðamenn í Rússlandi hafa tekið ummælum um mögulega sölu stýriflauga til Úkraínu illa og hefur Pútín sjálfur, auk annarra, sagt að það myndi koma verulega niður á sambandi Bandaríkjanna og Rússlands. AP fréttaveitan sagði frá því í dag að starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hefðu farið að sýna frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og ríkjum sem kaupa olíu af Rússlandi nýjan áhuga. Slíkt frumvarp liggur fyrir á þingi en það var samið af þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins og nýtur stuðnings mikils meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Kínverjar og Indverjar hafa á undanförnum árum keypt langmest af rússneskri olíu. Trump sagðist í gær hafa vilyrði fyrir því að Indverjar ætluðu að hætta þeim kaupum. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Umrætt frumvarp hefur legið óhreift á þingi um nokkurt skeið en það hefur ekki verið samþykkt enn þar sem talið hefur verið að Trump myndi ekki skrifa undir það. Um tíma kom til greina að þingmenn myndu nýta þann mikla stuðning sem frumvarpið hefur á þingi til að komast hjá því að Trump þyrfti að skrifa undir það. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? AP segir að starfsmenn Hvíta hússins hafi skoðað frumvarpið ítarlega að undanförnu, lagt til nokkrar breytingar og tillögur að orðræðu. Þingmenn segja þann aukna áhuga til marks um að Trump hafi mögulega loksins huga á því að herða aðgerðir gegn Rússlandi.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent