Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 12:33 Pete Hegseth og Þorgerður Katrín á spjalli á varnarmálaráðherrafundi NATO í gær. Utanríkisráðuneytið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, þar sem varnir bandalagsríkja gegn fjölþáttaógnum og stuðningur bandalagsins við Úkraínu voru meðal annars í brennidepli. Þá átti hún meðal annars spjall við Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um Gasa auk þess sem Þorgerður hvatti hann til að koma í heimsókn til Íslands. Í samtali við Vísi um efni fundarins segist Þorgerður skynja „mikla eindrægni“ meðal varnarmálaráðherra bandalagsins um að styrkja böndin og efla varnir bandalagsins. „Við ræddum eflingu loftvarna, það hvernig við fylgjum eftir ákvörðun leiðtogafundarins sem var mjög mikilvægur í Haag, um það hvernig við aukum framlög til varnarmála og ekki síst höldum áfram stuðningi við Úkraínu,“ segir Þorgerður. Varnarmálaráðherrar bandalagsríkja NATO komu saman til Brussel í gær. Varnarmál heyra undir embætti utanríkisráðherra Íslands.NATO Hún skynji mikinn stuðning við Úkraínu innan bandalagsins og það veki athygli að á sama tíma og Úkraína eigi í erfiðu varnarstríði vegna dynjandi árása Rússa, þá séu Úkraínumenn mjög framarlega á sviði sérfræðiþekkingar í vörnum gegn loftárásum, einkum drónaárásum. „Það var líka mjög mikið farið yfir fjölþáttaógnir sem Rússar beita í ríkari mæli en áður, til þess að reyna að sundra samstöðu í Evrópu, skapa óöryggi og óvissu innan samfélaganna. Það var rætt og svona ýmislegt sem skiptir okkur Íslendinga máli, hvernig við bregðumst við,“ segir Þorgerður. Íslendingar líkt og aðrar þjóðir þurfi að efla varnir sínar í þeim efnum og það séu íslensk stjórnvöld þegar að gera. Sambandið sé gott bæði austur og vestur um haf Utanríkisráðuneytið birti myndir frá fundinum ásamt tilkynningu í gær, þar sem meðal annars má sjá Þorgerði á spjalli við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hvað fór ykkar í milli? „Við ræddum stuttlega Gasa. Ég fagnaði þessu skrefi sem er verið að taka á Gasa um leið og við þurfum að halda áfram í því að ná fram langvarandi friði og vorum sátt við þessa framvindu. En svo sagði ég við hann að hann væri að sjálfsögðu velkominn til Íslands og ég vona að það verði einn daginn,“ segir Þorgerður. „Það er gott samband bæði vestur yfir og austur yfir fyrir okkur Íslendinga, það skiptir mjög miklu máli að við höldum þessu alþjóðasamstarfi áfram því að við Íslendingar eigum svo margt undir. Ekki síst að alþjóðalög séu virt og að það sé horft á okkur sem verðuga bandamenn og við ætlum að standa okkur í því stykkinu.“ Skoða hvort Ísland sendi fólk til að þjálfa hermenn Þá er Ísland í hópi ríkja, ásamt öðrum Norðurlöndum, Eystrasaltsríkjum og Póllandi, sem samþykktu á fundinum í gær að taka þátt í verkefni sem Norðmenn leiða og snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í Póllandi. Verkefnið hefur fengið nafnið Legio-aðgerðin, sem Norðmenn hafa skuldbundið sig til að fjárfesta í upp á tíu milljarða norska króna. Með hvaða hætti er aðkoma Íslands í því verkefni? „Við annars vegar setjum fjárframlög og síðan erum við að skoða hvort að við getum sent fólk til þess að þjálfa hermennina. Þjálfa og undirbúa þá bæði andlega og líkamlega fyrir þau átök sem þeir standa frami fyrir. Það sjáum við í formi þekkingar, sérfræðiþekkingar og kunnáttu sem að við höfum á ýmsum sviðum,“ svarar Þorgerður. Í því samhengi nefnir hún til dæmis verkefni sem Ísland hefur þegar leitt ásamt Litháen við leit og eyðingu jarðsprengja. „Við höfum byggt upp gríðarlega verðmæta reynslu og þekkingu sem að síðan við erum að miðla áfram til Úkraínu svo að hægt sé að leita að og uppræta jarðsprengjur sem Rússar eru búnir að dreifa um Úkraínu.“ Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Í samtali við Vísi um efni fundarins segist Þorgerður skynja „mikla eindrægni“ meðal varnarmálaráðherra bandalagsins um að styrkja böndin og efla varnir bandalagsins. „Við ræddum eflingu loftvarna, það hvernig við fylgjum eftir ákvörðun leiðtogafundarins sem var mjög mikilvægur í Haag, um það hvernig við aukum framlög til varnarmála og ekki síst höldum áfram stuðningi við Úkraínu,“ segir Þorgerður. Varnarmálaráðherrar bandalagsríkja NATO komu saman til Brussel í gær. Varnarmál heyra undir embætti utanríkisráðherra Íslands.NATO Hún skynji mikinn stuðning við Úkraínu innan bandalagsins og það veki athygli að á sama tíma og Úkraína eigi í erfiðu varnarstríði vegna dynjandi árása Rússa, þá séu Úkraínumenn mjög framarlega á sviði sérfræðiþekkingar í vörnum gegn loftárásum, einkum drónaárásum. „Það var líka mjög mikið farið yfir fjölþáttaógnir sem Rússar beita í ríkari mæli en áður, til þess að reyna að sundra samstöðu í Evrópu, skapa óöryggi og óvissu innan samfélaganna. Það var rætt og svona ýmislegt sem skiptir okkur Íslendinga máli, hvernig við bregðumst við,“ segir Þorgerður. Íslendingar líkt og aðrar þjóðir þurfi að efla varnir sínar í þeim efnum og það séu íslensk stjórnvöld þegar að gera. Sambandið sé gott bæði austur og vestur um haf Utanríkisráðuneytið birti myndir frá fundinum ásamt tilkynningu í gær, þar sem meðal annars má sjá Þorgerði á spjalli við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hvað fór ykkar í milli? „Við ræddum stuttlega Gasa. Ég fagnaði þessu skrefi sem er verið að taka á Gasa um leið og við þurfum að halda áfram í því að ná fram langvarandi friði og vorum sátt við þessa framvindu. En svo sagði ég við hann að hann væri að sjálfsögðu velkominn til Íslands og ég vona að það verði einn daginn,“ segir Þorgerður. „Það er gott samband bæði vestur yfir og austur yfir fyrir okkur Íslendinga, það skiptir mjög miklu máli að við höldum þessu alþjóðasamstarfi áfram því að við Íslendingar eigum svo margt undir. Ekki síst að alþjóðalög séu virt og að það sé horft á okkur sem verðuga bandamenn og við ætlum að standa okkur í því stykkinu.“ Skoða hvort Ísland sendi fólk til að þjálfa hermenn Þá er Ísland í hópi ríkja, ásamt öðrum Norðurlöndum, Eystrasaltsríkjum og Póllandi, sem samþykktu á fundinum í gær að taka þátt í verkefni sem Norðmenn leiða og snýr að þjálfun úkraínskra hermanna í Póllandi. Verkefnið hefur fengið nafnið Legio-aðgerðin, sem Norðmenn hafa skuldbundið sig til að fjárfesta í upp á tíu milljarða norska króna. Með hvaða hætti er aðkoma Íslands í því verkefni? „Við annars vegar setjum fjárframlög og síðan erum við að skoða hvort að við getum sent fólk til þess að þjálfa hermennina. Þjálfa og undirbúa þá bæði andlega og líkamlega fyrir þau átök sem þeir standa frami fyrir. Það sjáum við í formi þekkingar, sérfræðiþekkingar og kunnáttu sem að við höfum á ýmsum sviðum,“ svarar Þorgerður. Í því samhengi nefnir hún til dæmis verkefni sem Ísland hefur þegar leitt ásamt Litháen við leit og eyðingu jarðsprengja. „Við höfum byggt upp gríðarlega verðmæta reynslu og þekkingu sem að síðan við erum að miðla áfram til Úkraínu svo að hægt sé að leita að og uppræta jarðsprengjur sem Rússar eru búnir að dreifa um Úkraínu.“
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira