Sport

„Ég elska að vera í Njarð­vík“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Danielle Rodriguez er mætt aftur heim í íslenska boltann
Danielle Rodriguez er mætt aftur heim í íslenska boltann Vísir/Bjarni

Njarðvík vann öruggan sigur á Tindastól í lokaleik þriðju umferðar Bónus deild kvenna í kvöld 92-70. Danielle Rodriguez var að að vonum ánægð með sigurinn í kvöld. 

„Mér fannst liðið spila mjög vel“ sagði Danielle Rodriguez eftir sigurinn. 

„Við þurftum að laga aðeins fráköstin. Við gáfum Tindastól fleiri sóknarfráköst en við erum að slípa okkur saman og byrjum þetta tímabil vel“

Tindastóll mætti ekki með fullskipað lið og spilaði bara með átta leikmenn á skýrslu og Njarðvík reyndu að keyra hratt á þær í kvöld. 

„Við byrjuðum leikinn bara á því að hlaupa, hlaupa og bara hlaupa mikið og reyna þreyta þær“

Danielle Rodriguez samdi við Njarðvík fyrir tímabilið en hvernig er lífið í Njarðvík?

„Mér líður mjög vel og það byrjar mjög vel. Ég elska að vera í Njarðvík og ég bý í Njarðvík. Ég á geggjaðar minningar úr Njarðvík og þetta er bara rétt að byrja“

Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt að fylgjast með samspili Danielle Rodriguez og Brittany Dinkins fyrir Njarðvík í upphafi tímabils. 

„Það er mjög gaman að spila með Brit. Leikurinn er mun auðveldari þegar þú spilar með Brit. Ég er tilbúin að grípa og skjóta og hún er tilbúin að grípa og skjóta svo það gengur mjög vel“

Njarðvík er spáð gríðarlega góðu gengi í vetur en það setur ekki neina auka pressu á liðið.

„Nei, við erum bara að spila körfubolta. Við tökum bara einn leik í einu“ sagði Danielle Rodriguez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×