Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 23:00 Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigend og Annar Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. vísir/sigurjón Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna. Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna.
Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira