Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 21:19 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis fylgdi sínu fólki út að skipan þingvarða. Vísir/Anton Brink Þingmönnum var gert að yfirgefa Alþingishúsið í skyndi, þegar brunabjalla fór af stað. Allt var þetta þó hluti af brunaæfingu- þeirri fyrstu sem ráðist er í á Alþingi. Fréttastofa tók út viðbragðstíma þingmanna í kvöldfréttum Sýnar. Klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í tvö í dag þegar brunabjallan í Alþingishúsinu fór af stað. Örskömmu síðar mætti þingvörður og skipaði þingmönnum að fara út, enda að ræða æfingu þar sem markmiðið var að kanna hve langan tíma það tæki þingmenn að yfirgefa húsið. Og þingmenn fengu ein fyrirmæli: Að hlýða þingvörðum. Það gerðu þingmenn, líkt og Bjarni Einarsson tökumaður sem fylgdi þeim eftir. Tóku mismikið með sér Rýmingin tók um tvær og hálfa mínútu og hittust þingmenn að henni lokinni fyrir utan þinghúsið þar sem þeir þurftu að dvelja um stund á meðan þingverðir fóru yfir það hvernig gekk. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sáuð þið ekki hvað við vorum fagleg í þessu?“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir utandyra þegar fréttamaður tók þingmenn tali. „Svo er maður bara illa klæddur, hleypur út án þess að taka með sér yfirhöfnina. Það er engin nema Kolla sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi,“ sagði Rósa létt í bragði en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingkona Flokks fólksins sá aumur á Rósu og lánaði henni sjal. Nokkrum mínútum síðar fengu þingmenn svo að snúa aftur til húss, reynslunni ríkari, líkt og fréttin ber með sér. Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í tvö í dag þegar brunabjallan í Alþingishúsinu fór af stað. Örskömmu síðar mætti þingvörður og skipaði þingmönnum að fara út, enda að ræða æfingu þar sem markmiðið var að kanna hve langan tíma það tæki þingmenn að yfirgefa húsið. Og þingmenn fengu ein fyrirmæli: Að hlýða þingvörðum. Það gerðu þingmenn, líkt og Bjarni Einarsson tökumaður sem fylgdi þeim eftir. Tóku mismikið með sér Rýmingin tók um tvær og hálfa mínútu og hittust þingmenn að henni lokinni fyrir utan þinghúsið þar sem þeir þurftu að dvelja um stund á meðan þingverðir fóru yfir það hvernig gekk. „Þetta gekk bara rosalega vel. Sáuð þið ekki hvað við vorum fagleg í þessu?“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir utandyra þegar fréttamaður tók þingmenn tali. „Svo er maður bara illa klæddur, hleypur út án þess að taka með sér yfirhöfnina. Það er engin nema Kolla sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi,“ sagði Rósa létt í bragði en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingkona Flokks fólksins sá aumur á Rósu og lánaði henni sjal. Nokkrum mínútum síðar fengu þingmenn svo að snúa aftur til húss, reynslunni ríkari, líkt og fréttin ber með sér.
Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira