Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar 16. október 2025 08:00 Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar. Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa þegar hafið víðtæka uppbyggingu og stefna að því að vera leiðandi á þessu sviði. Ísland stendur nú á tímamótum og við höfum tækifæri til að taka virkan þátt í gervigreindarbyltingunni á eigin forsendum, en aðeins ef við erum snör í snúningum. Gervigreind hefur þegar breytt heiminum; hún hefur til dæmis bylt rannsóknum á áhrifum lyfja á líkamann, stuðlað að þróun nýrra aðferða við að lækna sjúkdóma, bætt veðurspár og loftslagsrannsóknir og aðstoðað við þróun nýrra námsaðferða. Hún stóreykur framleiðni í samfélaginu og opnar ný tækifæri til atvinnusköpunar. Aukin raforkuþörf Þessi bylting kallar þó á gríðarlega aukningu í gagnavinnslu og þar með framboði raforku. Sérfræðingar telja að umsvif gagnavera muni tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast fyrir lok áratugarins og að aukin orkuþörf þeirra vegna gervigreindar á heimsvísu verði þá á við 25-falda framleiðslugetu íslenska raforkukerfisins. Nú eru málmvinnslur ekki lengur stærsti kaupandi raforku í heiminum og helstu tæknifyrirtæki veraldar keppast um að gera langtímaraforkusamninga; fyrirtæki á borð við Amazon, Alphabet (Google), Microsoft og Meta. Á Íslandi starfa þrjú alþjóðleg gagnaver; Verne Global, Borealis og atNorth. Þau nýta um 3% af allri raforkuvinnslu hérlendis og skapa beint um 120 störf, en allt að 900 þegar óbeinu störfin eru talin með. Bein innlend fjárfesting í greininni nam yfir 40 milljörðum króna árið 2024 og tekjur um 22 milljörðum. Íslensk gagnaver henta vel fyrir gervigreindarverkefni sem krefjast útreikninga sem ekki eru sérstaklega tímaháðir, fyrir hefðbundnari skýjaþjónustu og rekstur ofurtölva. Margvísleg jákvæð áhrif af starfsemi gagnavera Að mati rekstraraðila gagnavera hér á landi myndi það bæta stöðu Íslands í samkeppninni hvað mest ef hér væri til meira af fyrirsjáanlegri og sveigjanlegri grænni raforku. Gagnaver geta starfað á fleiri stöðum en hefðbundinn iðnaður. Varan er seld sem ljós á sekúndubroti í gegnum gagnatengingar hvert sem er í heiminum og þarf því hvorki hafnir né flutningsleiðir. Jákvæð áhrif gagnavera á nærsamfélagið eru mikil; við uppbyggingu og rekstur skapast fjölmörg störf, oft sérhæfð, og þau styrkja þjónustugreinar á viðkomandi svæðum. Sem dæmi má nefna að um 25-30 starfsmenn starfa beint hjá atNorth á Akureyri, auk þess sem 100-150 manns vinna við byggingu gagnaversins. Þessi sérhæfða þekking styður við áframhaldandi nýsköpun og rannsóknir og eflir því verðmætasköpun til lengri tíma. Uppbygging gagnavera getur myndað nýja stoð fyrir hagkerfið sem felur í sér aukna áhættudreifingu, auk þess að stafrænir innviðir og gagnasjálfstæði landsins styrkjast. Ísland hefur alla burði til að verða alvöru keppinautur í baráttunni um starfsemi gagnavera. Hér er orkan græn, raforkukerfið traust, loftslagið kalt, fjarskiptainnviðirnir öflugir, vinnuaflið menntað og síðast en ekki síst er hér boðið upp á langtímaraforkusamninga. Samstillt átak nauðsynlegt En gagnaversiðnaðurinn hreyfir sig hratt og til þess að við verðum raunhæfur kostur þarf samstillt átak stjórnvalda, orkufyrirtækja og sveitarfélaga til að tryggja næga orkuöflun, gera leyfisveitingaferlið einfaldara og skilvirkara og tryggja sterka stoðþjónustu. Ríkisstjórnin steig nýlega afar jákvætt skref þegar sett var á fót ný staða verkefnastjóra stórfjárfestinga, sem vonandi samræmir starf ráðuneyta þegar tekin er afstaða til einstakra verkefna. Við getum ýmislegt lært af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum í þessum efnum. Finnar hafa til að mynda náð frábærum árangri í því að laða til sín gagnaver með markvissri markaðssetningu, styrkingu innviða og umgjarðar, einföldun leyfisferla og uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Nú er rétti tíminn til að móta okkar eigin framtíð. Orkufyrirtækin, stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman og búa til sem besta umgjörð, svo gervigreindin verði alvöru tækifæri fyrir Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar. Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa þegar hafið víðtæka uppbyggingu og stefna að því að vera leiðandi á þessu sviði. Ísland stendur nú á tímamótum og við höfum tækifæri til að taka virkan þátt í gervigreindarbyltingunni á eigin forsendum, en aðeins ef við erum snör í snúningum. Gervigreind hefur þegar breytt heiminum; hún hefur til dæmis bylt rannsóknum á áhrifum lyfja á líkamann, stuðlað að þróun nýrra aðferða við að lækna sjúkdóma, bætt veðurspár og loftslagsrannsóknir og aðstoðað við þróun nýrra námsaðferða. Hún stóreykur framleiðni í samfélaginu og opnar ný tækifæri til atvinnusköpunar. Aukin raforkuþörf Þessi bylting kallar þó á gríðarlega aukningu í gagnavinnslu og þar með framboði raforku. Sérfræðingar telja að umsvif gagnavera muni tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast fyrir lok áratugarins og að aukin orkuþörf þeirra vegna gervigreindar á heimsvísu verði þá á við 25-falda framleiðslugetu íslenska raforkukerfisins. Nú eru málmvinnslur ekki lengur stærsti kaupandi raforku í heiminum og helstu tæknifyrirtæki veraldar keppast um að gera langtímaraforkusamninga; fyrirtæki á borð við Amazon, Alphabet (Google), Microsoft og Meta. Á Íslandi starfa þrjú alþjóðleg gagnaver; Verne Global, Borealis og atNorth. Þau nýta um 3% af allri raforkuvinnslu hérlendis og skapa beint um 120 störf, en allt að 900 þegar óbeinu störfin eru talin með. Bein innlend fjárfesting í greininni nam yfir 40 milljörðum króna árið 2024 og tekjur um 22 milljörðum. Íslensk gagnaver henta vel fyrir gervigreindarverkefni sem krefjast útreikninga sem ekki eru sérstaklega tímaháðir, fyrir hefðbundnari skýjaþjónustu og rekstur ofurtölva. Margvísleg jákvæð áhrif af starfsemi gagnavera Að mati rekstraraðila gagnavera hér á landi myndi það bæta stöðu Íslands í samkeppninni hvað mest ef hér væri til meira af fyrirsjáanlegri og sveigjanlegri grænni raforku. Gagnaver geta starfað á fleiri stöðum en hefðbundinn iðnaður. Varan er seld sem ljós á sekúndubroti í gegnum gagnatengingar hvert sem er í heiminum og þarf því hvorki hafnir né flutningsleiðir. Jákvæð áhrif gagnavera á nærsamfélagið eru mikil; við uppbyggingu og rekstur skapast fjölmörg störf, oft sérhæfð, og þau styrkja þjónustugreinar á viðkomandi svæðum. Sem dæmi má nefna að um 25-30 starfsmenn starfa beint hjá atNorth á Akureyri, auk þess sem 100-150 manns vinna við byggingu gagnaversins. Þessi sérhæfða þekking styður við áframhaldandi nýsköpun og rannsóknir og eflir því verðmætasköpun til lengri tíma. Uppbygging gagnavera getur myndað nýja stoð fyrir hagkerfið sem felur í sér aukna áhættudreifingu, auk þess að stafrænir innviðir og gagnasjálfstæði landsins styrkjast. Ísland hefur alla burði til að verða alvöru keppinautur í baráttunni um starfsemi gagnavera. Hér er orkan græn, raforkukerfið traust, loftslagið kalt, fjarskiptainnviðirnir öflugir, vinnuaflið menntað og síðast en ekki síst er hér boðið upp á langtímaraforkusamninga. Samstillt átak nauðsynlegt En gagnaversiðnaðurinn hreyfir sig hratt og til þess að við verðum raunhæfur kostur þarf samstillt átak stjórnvalda, orkufyrirtækja og sveitarfélaga til að tryggja næga orkuöflun, gera leyfisveitingaferlið einfaldara og skilvirkara og tryggja sterka stoðþjónustu. Ríkisstjórnin steig nýlega afar jákvætt skref þegar sett var á fót ný staða verkefnastjóra stórfjárfestinga, sem vonandi samræmir starf ráðuneyta þegar tekin er afstaða til einstakra verkefna. Við getum ýmislegt lært af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum í þessum efnum. Finnar hafa til að mynda náð frábærum árangri í því að laða til sín gagnaver með markvissri markaðssetningu, styrkingu innviða og umgjarðar, einföldun leyfisferla og uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Nú er rétti tíminn til að móta okkar eigin framtíð. Orkufyrirtækin, stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman og búa til sem besta umgjörð, svo gervigreindin verði alvöru tækifæri fyrir Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar