Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar 16. október 2025 08:00 Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar. Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa þegar hafið víðtæka uppbyggingu og stefna að því að vera leiðandi á þessu sviði. Ísland stendur nú á tímamótum og við höfum tækifæri til að taka virkan þátt í gervigreindarbyltingunni á eigin forsendum, en aðeins ef við erum snör í snúningum. Gervigreind hefur þegar breytt heiminum; hún hefur til dæmis bylt rannsóknum á áhrifum lyfja á líkamann, stuðlað að þróun nýrra aðferða við að lækna sjúkdóma, bætt veðurspár og loftslagsrannsóknir og aðstoðað við þróun nýrra námsaðferða. Hún stóreykur framleiðni í samfélaginu og opnar ný tækifæri til atvinnusköpunar. Aukin raforkuþörf Þessi bylting kallar þó á gríðarlega aukningu í gagnavinnslu og þar með framboði raforku. Sérfræðingar telja að umsvif gagnavera muni tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast fyrir lok áratugarins og að aukin orkuþörf þeirra vegna gervigreindar á heimsvísu verði þá á við 25-falda framleiðslugetu íslenska raforkukerfisins. Nú eru málmvinnslur ekki lengur stærsti kaupandi raforku í heiminum og helstu tæknifyrirtæki veraldar keppast um að gera langtímaraforkusamninga; fyrirtæki á borð við Amazon, Alphabet (Google), Microsoft og Meta. Á Íslandi starfa þrjú alþjóðleg gagnaver; Verne Global, Borealis og atNorth. Þau nýta um 3% af allri raforkuvinnslu hérlendis og skapa beint um 120 störf, en allt að 900 þegar óbeinu störfin eru talin með. Bein innlend fjárfesting í greininni nam yfir 40 milljörðum króna árið 2024 og tekjur um 22 milljörðum. Íslensk gagnaver henta vel fyrir gervigreindarverkefni sem krefjast útreikninga sem ekki eru sérstaklega tímaháðir, fyrir hefðbundnari skýjaþjónustu og rekstur ofurtölva. Margvísleg jákvæð áhrif af starfsemi gagnavera Að mati rekstraraðila gagnavera hér á landi myndi það bæta stöðu Íslands í samkeppninni hvað mest ef hér væri til meira af fyrirsjáanlegri og sveigjanlegri grænni raforku. Gagnaver geta starfað á fleiri stöðum en hefðbundinn iðnaður. Varan er seld sem ljós á sekúndubroti í gegnum gagnatengingar hvert sem er í heiminum og þarf því hvorki hafnir né flutningsleiðir. Jákvæð áhrif gagnavera á nærsamfélagið eru mikil; við uppbyggingu og rekstur skapast fjölmörg störf, oft sérhæfð, og þau styrkja þjónustugreinar á viðkomandi svæðum. Sem dæmi má nefna að um 25-30 starfsmenn starfa beint hjá atNorth á Akureyri, auk þess sem 100-150 manns vinna við byggingu gagnaversins. Þessi sérhæfða þekking styður við áframhaldandi nýsköpun og rannsóknir og eflir því verðmætasköpun til lengri tíma. Uppbygging gagnavera getur myndað nýja stoð fyrir hagkerfið sem felur í sér aukna áhættudreifingu, auk þess að stafrænir innviðir og gagnasjálfstæði landsins styrkjast. Ísland hefur alla burði til að verða alvöru keppinautur í baráttunni um starfsemi gagnavera. Hér er orkan græn, raforkukerfið traust, loftslagið kalt, fjarskiptainnviðirnir öflugir, vinnuaflið menntað og síðast en ekki síst er hér boðið upp á langtímaraforkusamninga. Samstillt átak nauðsynlegt En gagnaversiðnaðurinn hreyfir sig hratt og til þess að við verðum raunhæfur kostur þarf samstillt átak stjórnvalda, orkufyrirtækja og sveitarfélaga til að tryggja næga orkuöflun, gera leyfisveitingaferlið einfaldara og skilvirkara og tryggja sterka stoðþjónustu. Ríkisstjórnin steig nýlega afar jákvætt skref þegar sett var á fót ný staða verkefnastjóra stórfjárfestinga, sem vonandi samræmir starf ráðuneyta þegar tekin er afstaða til einstakra verkefna. Við getum ýmislegt lært af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum í þessum efnum. Finnar hafa til að mynda náð frábærum árangri í því að laða til sín gagnaver með markvissri markaðssetningu, styrkingu innviða og umgjarðar, einföldun leyfisferla og uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Nú er rétti tíminn til að móta okkar eigin framtíð. Orkufyrirtækin, stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman og búa til sem besta umgjörð, svo gervigreindin verði alvöru tækifæri fyrir Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar. Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa þegar hafið víðtæka uppbyggingu og stefna að því að vera leiðandi á þessu sviði. Ísland stendur nú á tímamótum og við höfum tækifæri til að taka virkan þátt í gervigreindarbyltingunni á eigin forsendum, en aðeins ef við erum snör í snúningum. Gervigreind hefur þegar breytt heiminum; hún hefur til dæmis bylt rannsóknum á áhrifum lyfja á líkamann, stuðlað að þróun nýrra aðferða við að lækna sjúkdóma, bætt veðurspár og loftslagsrannsóknir og aðstoðað við þróun nýrra námsaðferða. Hún stóreykur framleiðni í samfélaginu og opnar ný tækifæri til atvinnusköpunar. Aukin raforkuþörf Þessi bylting kallar þó á gríðarlega aukningu í gagnavinnslu og þar með framboði raforku. Sérfræðingar telja að umsvif gagnavera muni tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast fyrir lok áratugarins og að aukin orkuþörf þeirra vegna gervigreindar á heimsvísu verði þá á við 25-falda framleiðslugetu íslenska raforkukerfisins. Nú eru málmvinnslur ekki lengur stærsti kaupandi raforku í heiminum og helstu tæknifyrirtæki veraldar keppast um að gera langtímaraforkusamninga; fyrirtæki á borð við Amazon, Alphabet (Google), Microsoft og Meta. Á Íslandi starfa þrjú alþjóðleg gagnaver; Verne Global, Borealis og atNorth. Þau nýta um 3% af allri raforkuvinnslu hérlendis og skapa beint um 120 störf, en allt að 900 þegar óbeinu störfin eru talin með. Bein innlend fjárfesting í greininni nam yfir 40 milljörðum króna árið 2024 og tekjur um 22 milljörðum. Íslensk gagnaver henta vel fyrir gervigreindarverkefni sem krefjast útreikninga sem ekki eru sérstaklega tímaháðir, fyrir hefðbundnari skýjaþjónustu og rekstur ofurtölva. Margvísleg jákvæð áhrif af starfsemi gagnavera Að mati rekstraraðila gagnavera hér á landi myndi það bæta stöðu Íslands í samkeppninni hvað mest ef hér væri til meira af fyrirsjáanlegri og sveigjanlegri grænni raforku. Gagnaver geta starfað á fleiri stöðum en hefðbundinn iðnaður. Varan er seld sem ljós á sekúndubroti í gegnum gagnatengingar hvert sem er í heiminum og þarf því hvorki hafnir né flutningsleiðir. Jákvæð áhrif gagnavera á nærsamfélagið eru mikil; við uppbyggingu og rekstur skapast fjölmörg störf, oft sérhæfð, og þau styrkja þjónustugreinar á viðkomandi svæðum. Sem dæmi má nefna að um 25-30 starfsmenn starfa beint hjá atNorth á Akureyri, auk þess sem 100-150 manns vinna við byggingu gagnaversins. Þessi sérhæfða þekking styður við áframhaldandi nýsköpun og rannsóknir og eflir því verðmætasköpun til lengri tíma. Uppbygging gagnavera getur myndað nýja stoð fyrir hagkerfið sem felur í sér aukna áhættudreifingu, auk þess að stafrænir innviðir og gagnasjálfstæði landsins styrkjast. Ísland hefur alla burði til að verða alvöru keppinautur í baráttunni um starfsemi gagnavera. Hér er orkan græn, raforkukerfið traust, loftslagið kalt, fjarskiptainnviðirnir öflugir, vinnuaflið menntað og síðast en ekki síst er hér boðið upp á langtímaraforkusamninga. Samstillt átak nauðsynlegt En gagnaversiðnaðurinn hreyfir sig hratt og til þess að við verðum raunhæfur kostur þarf samstillt átak stjórnvalda, orkufyrirtækja og sveitarfélaga til að tryggja næga orkuöflun, gera leyfisveitingaferlið einfaldara og skilvirkara og tryggja sterka stoðþjónustu. Ríkisstjórnin steig nýlega afar jákvætt skref þegar sett var á fót ný staða verkefnastjóra stórfjárfestinga, sem vonandi samræmir starf ráðuneyta þegar tekin er afstaða til einstakra verkefna. Við getum ýmislegt lært af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum í þessum efnum. Finnar hafa til að mynda náð frábærum árangri í því að laða til sín gagnaver með markvissri markaðssetningu, styrkingu innviða og umgjarðar, einföldun leyfisferla og uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Nú er rétti tíminn til að móta okkar eigin framtíð. Orkufyrirtækin, stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman og búa til sem besta umgjörð, svo gervigreindin verði alvöru tækifæri fyrir Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun