Körfubolti

Byrjar af fítons­krafti: Með þrjá­tíu stig að meðal­tali í leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir er næststigahæst í Bónus deild kvenna.
Sara Rún Hinriksdóttir er næststigahæst í Bónus deild kvenna. vísir/anton

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skorað grimmt.

Keflavík sigraði Ármann í Laugardalshöllinni í gær, 79-101, í 3. umferð Bónus deildar kvenna.

Sara var stigahæst í liði Keflavíkur með 27 stig. Hún hefur farið mikinn í stigaskori í upphafi tímabils. Hún hefur samtals skorað níutíu stig í leikjunum þremur, eða þrjátíu stig að meðaltali í leik.

Sara er næststigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Mörtu Hermida hjá Tindastóli. Hún er með 39,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stólanna.

Auk þess að skora þrjátíu stig er Sara með 8,0 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Framlagsstigin eru 31,7 að meðaltali í leik.

Sara hefur fjórum sinnum verið valin Körfuknattleikskona ársins.vísir/anton

Sara hefur hitt úr 34 af 54 skotum sínum inni í teig (63 prósent), þremur af níu þriggja stiga skotum sínum (33,3 prósent) og nýtt þrettán af fjórtán vítaskotum sem hún hefur tekið (92,9 prósent).

Tvíburasystir Söru, Bríet Sif, átti einnig góðan leik gegn Ármanni í gær og skoraði sextán stig. Systurnar skoruðu því samtals 43 stig í leiknum, eða 43 prósent af stigum Keflavíkur.

Eftir að hafa tapað fyrir Val í 1. umferðinni, 79-88, hefur Keflavík unnið tvo leiki í röð, gegn Hamri/Þór og Ármanni. Næsti deildarleikur Keflvíkinga er gegn Íslandsmeisturum Hauka eftir viku.


Tengdar fréttir

Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík

Valskonur höndluðu spennuna í lokin á leiknum við Hamar/Þór í Hveragerði í kvöld, í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og unnu 88-83 sigur. Nýliðar Ármanns stríddu Keflavík til að byrja með en Keflavíkurkonur enduðu á að vinna afar öruggan sigur, 101-79.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×