Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir og Halldór Reynisson skrifa 15. október 2025 12:00 Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun