Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir og Halldór Reynisson skrifa 15. október 2025 12:00 Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar