VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 11:32 Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun