„Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 08:16 Gísli Rafn segir ekki einungis vanta mat og húsnæði fyrir fólk heldur þurfi einnig að fara inn á Gasa með vinnuvélar til að ryðja burt rústum og hefja uppbyggingu allra helstu innviða. Aðsend og Vísir/EPA Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. „Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
„Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira