Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar 13. október 2025 16:32 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun