Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 13:30 Didier Deschamps segir íslenska liðið hafa verið óheppið og það gæti hæglega verið með fleiri stig. Vísir/Ívar Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, býst við hörkuleik þegar hans menn mæta Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur. Ég man vel fyrri leik liðanna og íslenska liðið skapaði okkur mikil vandræði í fyrri leiknum,“ segir Deschamps í samtali við íþróttadeild. Klippa: Deschamps býst við erfiðum leik Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Ísland kemur inn í leik kvöldsins eftir 5-3 tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöld þar sem það spilaði vel samkvæmt Deschamps og var óheppið að tapa. „Ég horfði á leik liðsins gegn Úkraínu og hann einkenndist af mikilli óheppni. Úkraínumenn voru mjög skilvirkir en íslenska liðið átti mjög góða spretti. Vissulega fékk liðið á sig fimm mörk og tapaði leiknum en ég veit vel hvaða gæðum liðið býr yfir og hvers leikmenn eru megnugir,“ segir Deschamps og bætir við: „Svo við berum mikla virðingu fyrir andstæðingnum og búumst við erfiðum leik.“ Mikil meiðsli Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. Þá er Adrien Rabiot einnig tæpur en hann tók ekki þátt á æfingu franska liðsins í Laugardal í gærkvöld. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Kylian er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur því hann getur breytt leikjum með mörkum og stoðsendingum. En hann er frá vegna ökklameiðsla og ég er ekki leikmann af sama prófíl, ég hef alltaf sagt að franska landsliðið sé sterkara með Kylian innanborðs en get líka treyst á aðra sóknarmenn,“ segir Deschamps en franskir miðlar spá því að Jean Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrji í fyrsta sinn landsleik í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserum á föstudagskvöld og spilaði þá sinn fyrsta landsleik. „Það er reyndar mikið um meiðsli í sókninni núna en það ætti ekki að vera nein afsökun. Við munum gera okkar besta til að ná góðum úrslitum í leiknum á morgun.“ Íslendingar óheppnir að standa ekki betur í riðlinum Deschamps segir að Ísland geti hæglega verið með fleiri stig en þrjú í riðlinum, eftir nauma tapið í París og óheppnina á föstudagskvöldið. „Já, að sjálfsögðu. Íslenska liðið gæti vel hafa náð mun fleiri stigum. Ósigurinn gegn Úkraínu var vissulega ekki góð úrslit en þess utan skipta mestu máli yfirburðir liðsins í þeim leik. Úkraínska liðið skoraði úr fimm af sex skotum sínum á meðan Íslendingar áttu mun fleiri færi og stjórnuðu leiknum. Það er því ljóst að þetta verður erfið barátta á morgun,“ segir Deschamps að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
„Þetta verður erfiður leikur. Ég man vel fyrri leik liðanna og íslenska liðið skapaði okkur mikil vandræði í fyrri leiknum,“ segir Deschamps í samtali við íþróttadeild. Klippa: Deschamps býst við erfiðum leik Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Ísland kemur inn í leik kvöldsins eftir 5-3 tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöld þar sem það spilaði vel samkvæmt Deschamps og var óheppið að tapa. „Ég horfði á leik liðsins gegn Úkraínu og hann einkenndist af mikilli óheppni. Úkraínumenn voru mjög skilvirkir en íslenska liðið átti mjög góða spretti. Vissulega fékk liðið á sig fimm mörk og tapaði leiknum en ég veit vel hvaða gæðum liðið býr yfir og hvers leikmenn eru megnugir,“ segir Deschamps og bætir við: „Svo við berum mikla virðingu fyrir andstæðingnum og búumst við erfiðum leik.“ Mikil meiðsli Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. Þá er Adrien Rabiot einnig tæpur en hann tók ekki þátt á æfingu franska liðsins í Laugardal í gærkvöld. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Kylian er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur því hann getur breytt leikjum með mörkum og stoðsendingum. En hann er frá vegna ökklameiðsla og ég er ekki leikmann af sama prófíl, ég hef alltaf sagt að franska landsliðið sé sterkara með Kylian innanborðs en get líka treyst á aðra sóknarmenn,“ segir Deschamps en franskir miðlar spá því að Jean Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrji í fyrsta sinn landsleik í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserum á föstudagskvöld og spilaði þá sinn fyrsta landsleik. „Það er reyndar mikið um meiðsli í sókninni núna en það ætti ekki að vera nein afsökun. Við munum gera okkar besta til að ná góðum úrslitum í leiknum á morgun.“ Íslendingar óheppnir að standa ekki betur í riðlinum Deschamps segir að Ísland geti hæglega verið með fleiri stig en þrjú í riðlinum, eftir nauma tapið í París og óheppnina á föstudagskvöldið. „Já, að sjálfsögðu. Íslenska liðið gæti vel hafa náð mun fleiri stigum. Ósigurinn gegn Úkraínu var vissulega ekki góð úrslit en þess utan skipta mestu máli yfirburðir liðsins í þeim leik. Úkraínska liðið skoraði úr fimm af sex skotum sínum á meðan Íslendingar áttu mun fleiri færi og stjórnuðu leiknum. Það er því ljóst að þetta verður erfið barátta á morgun,“ segir Deschamps að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira