Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. október 2025 13:03 Anna Margrét Grétarsdóttir lætur ummælin ekki á sig fá. Facebook Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“ Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent