Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 13:01 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira