Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar 11. október 2025 07:30 Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Halldór Laxness Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun