Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 07:03 Jörðin séð frá gervihnetti NASA. NASA Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu. Skuggavaldið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Fleiri fréttir Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Sjá meira
En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu.
Skuggavaldið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Fleiri fréttir Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Sjá meira