Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar 10. október 2025 12:01 Svar mitt við þessari spurningu gæti verið: Ekkert endilega. Það þarf að minnsta kosti ekki að vera það. Ég meina, er lífið yfir höfuð æðislegt? Er það ekki bara alls konar? Það býður upp á fjölbreytt verkefni, leiðinleg og skemmtileg. Og þegar við verðum edrú verður erfiðara að flýja vandamálin. Við þurfum að takast á við þau. Og það er ekki alltaf auðvelt eða æðislegt. En verðlaunin eru betri sjálfsmynd og sjálfsvirðing og smám saman betri líðan og betra líf. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Það munu koma dagar þar sem okkur líður illa. Skyndilausnir eru svar alkóhólistans við nánast öllu. Áfengi sló til dæmis á áhyggjur og kvíða hjá mér, einfaldasta trixið sem ég kunni. En allt í einu var það ekki lengur til staðar. En ástæðan fyrir því að ég kasta þessari spurningu fram hér í upphafi er að væntingar fólks sem er að hætta neyslu eru oft miklar. Þá er ég að tala um alkóhólista og aðra sem eru að berjast við fíknivandann. Lífið á að verða æðislegt. AA-bókin lofar meira að segja að ef þú vinnur sporin þá muni stórkostlegir hlutir gerast. Það er ekkert smá loforð. Ég man þegar ég las þetta þá fylltist ég von og tilhlökkun til að upplifa það sem bókin lofaði mér. En þetta gerðist ekki eins og ég bjóst við. Vissulega gerðust góðir hlutir og líf mitt varð margfalt betra með tímanum. En ég þurfti að vinna fyrir því. Og það var svo sem ekki flókið en verkefnið fannst mér erfitt í byrjun. Það var svo margt sem ég þurfti að laga, fjármál, viðhorf, hegðun og margt fleira. Erfiðast var að laga viðhorfin og hegðunina. Það tók tíma að samþykkja að það getur ekki allt verið eins og ég vil hafa það. Ég byrjaði smátt. Ég vann margar litlar orustur og fann hvernig það hafði áhrif á líðan mína. Lífið varð sífellt léttara og betra. Ég lít svo á að líf mitt og líðan séu í mínum höndum. Vissulega gerast hlutir sem ég ræð ekki við. Það koma upp aðstæður sem mig langar ekkert í. En þá er það mitt að ákveða hvernig ég bregst við og tekst á við ástandið. Það gengur ekki að vera lengur í fórnarlambshlutverkinu. Við alkóhólistar erum nefnilega ægileg fórnarlömb og erum alltaf að „lenda“ í einhverju misjöfnu. Allir eru vondir við okkur. Ekkert er okkur að kenna þangað til við opnum augun og sjáum að við erum ekki eins saklaus og við héldum. Afneitunin og sjálfsblekkingin taka frá okkur alla dómgreind. Við verðum einhvern veginn að réttlæta stöðuna sem við erum í. Og þar erum við snillingar. Þegar ég hætti að drekka fyrir tæplega 14 árum fór ég ekki í meðferð (hafði farið þrisvar og nennti ekki að fara í fjórða skiptið). Ég fór í AA, vann sporin og gerði bara það sem mér var sagt. Það virkaði. Ég lærði helling. En mér leið satt að segja aldrei vel á AA-fundum. Það var kvöð að þurfa að mæta. En ég ítreka það að sporavinnan með mínum frábæra sponsor hjálpaði mér. Smám saman dró ég úr fundarsókn og ég fer ekki á AA fundi í dag. Mér var sagt að ég yrði að mæta á fundi og vera í prógramminu það sem eftir væri ævinnar, annars væri ég ekki edrú. Ég er ekki sammála því. Þá er ég ekki að segja að fólk eigi ekki að stunda AA. Þetta eru frábær samtök sem hafa bjargað mörgum mannslífum. En AA er ekki endilega fyrir alla. Að segja við fólk sem er nýorðið edrú að það sé ekki edrú nema vera á fundum og í prógramminu það sem eftir er finnst mér rangt. Það er alveg hægt að vera edrú án AA en það getur vissulega hjálpað og stundum er það nauðsynlegt. Ég var búinn að missa stjórn á lífi mínu og á tímabili þurfti ég að leggja vilja minn til hliðar og láta teyma mig áfram eins og hund og bara hlýða. En svo leið tíminn og með því að byrja að takast á við lífið edrú náði ég tökum á því aftur og í dag stjórna ég lífi mínu sjálfur. Ég stjórna ekki fólki í kringum mig eða öllu sem gerist. En það er mitt að ákveða hvernig ég bregst við. Stundum líður mér illa. Á þessum árum sem ég hef verið edrú hef ég alveg fengið hugmyndir. Ég hef verið í partýum þar sem fólk er að drekka og ég hef hugsað: „Djöfull væri næs að fá sér aðeins“. En ég sendi slíkar hugsanir beint til föðurhúsanna. Það yrði aldrei neitt „aðeins“ hjá mér. Þessum hugsunum fer fækkandi með tímanum sem betur fer og ég satt að segja man ég ekki hvenær mér fannst síðast góð hugmynd að detta í það, eða fá mér „aðeins“. Það er bara ekki inni í myndinni þó að ég viti að mér myndi örugglega líða ógeðslega vel í smá stund eftir að hafa fengið mér nokkra. Skál fyrir því. En svo kæmi enn meiri vanlíðan og niðurbrot. Líf mitt sem drykkjumanns er ekkert líf. Ég býð hvorki sjálfum mér né öðrum upp á þá útgáfu af mér. En ég get svo sem engu lofað. Ég get fallið eins og aðrir. En til að koma í veg fyrir það reyni ég að haga lífi mínu þannig að ég lendi ekki ofan í þeim sjálfseyðingarpytti. Það geri ég til dæmis með því að koma vel fram við fólk og reyna að vera góð og heiðarleg manneskja. Ég reyni að vera virkur þjóðfélagsþegn, er í vinnu, sinni mínum áhugamálum og er til staðar. Ég reyni að hafa húmor fyrir lífinu og sjálfum mér. Stundum geri ég eitthvað fyrir aðra sem mig langar ekkert endilega að gera. Ég er í sífelldri endurskoðun en passa mig að festa ekki hausinn í naflanum á mér. Stundum er lífið flatt og leiðinlegt. Þá tek ég því bara og geri jafnvel eitthvað í því. Mín upplifun er að eftir því sem tíminn líður í edrúmennskunni og ég verð eldri verð ég nægjusamari. Áður fyrr var lífið fullt af rosalegum hæðum og lægðum í kjölfarið og þegar ég var nýorðin edrú saknaði ég þess. Lífið var flatt eins og Danmörk. En svo komu bara nýjar hæðir og minni lægðir. Þetta kallast víst jafnvægi. Nú er ég ekki að segja að mín aðferð sé sú eina rétta. Kannski er sú leið ekki til. En þetta er að virka fyrir mig. Í starfi mínu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi tók ég eftir því að fólk var svo oft að treysta á eitthvað annað en sig sjálft. En það gerir þetta enginn fyrir þig þó að það sé gott að fá leiðsögn. Og þá spyr ég aftur: Er edrúlífið æðislegt? Og svarið er: Jú, það er það oftast. Lífið mitt er gott. Ég er sáttur. En aðalmálið er að ég á mér allavega líf sem ég tek fulla ábyrgð á. Höfundur er fyrrverandi áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svar mitt við þessari spurningu gæti verið: Ekkert endilega. Það þarf að minnsta kosti ekki að vera það. Ég meina, er lífið yfir höfuð æðislegt? Er það ekki bara alls konar? Það býður upp á fjölbreytt verkefni, leiðinleg og skemmtileg. Og þegar við verðum edrú verður erfiðara að flýja vandamálin. Við þurfum að takast á við þau. Og það er ekki alltaf auðvelt eða æðislegt. En verðlaunin eru betri sjálfsmynd og sjálfsvirðing og smám saman betri líðan og betra líf. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Það munu koma dagar þar sem okkur líður illa. Skyndilausnir eru svar alkóhólistans við nánast öllu. Áfengi sló til dæmis á áhyggjur og kvíða hjá mér, einfaldasta trixið sem ég kunni. En allt í einu var það ekki lengur til staðar. En ástæðan fyrir því að ég kasta þessari spurningu fram hér í upphafi er að væntingar fólks sem er að hætta neyslu eru oft miklar. Þá er ég að tala um alkóhólista og aðra sem eru að berjast við fíknivandann. Lífið á að verða æðislegt. AA-bókin lofar meira að segja að ef þú vinnur sporin þá muni stórkostlegir hlutir gerast. Það er ekkert smá loforð. Ég man þegar ég las þetta þá fylltist ég von og tilhlökkun til að upplifa það sem bókin lofaði mér. En þetta gerðist ekki eins og ég bjóst við. Vissulega gerðust góðir hlutir og líf mitt varð margfalt betra með tímanum. En ég þurfti að vinna fyrir því. Og það var svo sem ekki flókið en verkefnið fannst mér erfitt í byrjun. Það var svo margt sem ég þurfti að laga, fjármál, viðhorf, hegðun og margt fleira. Erfiðast var að laga viðhorfin og hegðunina. Það tók tíma að samþykkja að það getur ekki allt verið eins og ég vil hafa það. Ég byrjaði smátt. Ég vann margar litlar orustur og fann hvernig það hafði áhrif á líðan mína. Lífið varð sífellt léttara og betra. Ég lít svo á að líf mitt og líðan séu í mínum höndum. Vissulega gerast hlutir sem ég ræð ekki við. Það koma upp aðstæður sem mig langar ekkert í. En þá er það mitt að ákveða hvernig ég bregst við og tekst á við ástandið. Það gengur ekki að vera lengur í fórnarlambshlutverkinu. Við alkóhólistar erum nefnilega ægileg fórnarlömb og erum alltaf að „lenda“ í einhverju misjöfnu. Allir eru vondir við okkur. Ekkert er okkur að kenna þangað til við opnum augun og sjáum að við erum ekki eins saklaus og við héldum. Afneitunin og sjálfsblekkingin taka frá okkur alla dómgreind. Við verðum einhvern veginn að réttlæta stöðuna sem við erum í. Og þar erum við snillingar. Þegar ég hætti að drekka fyrir tæplega 14 árum fór ég ekki í meðferð (hafði farið þrisvar og nennti ekki að fara í fjórða skiptið). Ég fór í AA, vann sporin og gerði bara það sem mér var sagt. Það virkaði. Ég lærði helling. En mér leið satt að segja aldrei vel á AA-fundum. Það var kvöð að þurfa að mæta. En ég ítreka það að sporavinnan með mínum frábæra sponsor hjálpaði mér. Smám saman dró ég úr fundarsókn og ég fer ekki á AA fundi í dag. Mér var sagt að ég yrði að mæta á fundi og vera í prógramminu það sem eftir væri ævinnar, annars væri ég ekki edrú. Ég er ekki sammála því. Þá er ég ekki að segja að fólk eigi ekki að stunda AA. Þetta eru frábær samtök sem hafa bjargað mörgum mannslífum. En AA er ekki endilega fyrir alla. Að segja við fólk sem er nýorðið edrú að það sé ekki edrú nema vera á fundum og í prógramminu það sem eftir er finnst mér rangt. Það er alveg hægt að vera edrú án AA en það getur vissulega hjálpað og stundum er það nauðsynlegt. Ég var búinn að missa stjórn á lífi mínu og á tímabili þurfti ég að leggja vilja minn til hliðar og láta teyma mig áfram eins og hund og bara hlýða. En svo leið tíminn og með því að byrja að takast á við lífið edrú náði ég tökum á því aftur og í dag stjórna ég lífi mínu sjálfur. Ég stjórna ekki fólki í kringum mig eða öllu sem gerist. En það er mitt að ákveða hvernig ég bregst við. Stundum líður mér illa. Á þessum árum sem ég hef verið edrú hef ég alveg fengið hugmyndir. Ég hef verið í partýum þar sem fólk er að drekka og ég hef hugsað: „Djöfull væri næs að fá sér aðeins“. En ég sendi slíkar hugsanir beint til föðurhúsanna. Það yrði aldrei neitt „aðeins“ hjá mér. Þessum hugsunum fer fækkandi með tímanum sem betur fer og ég satt að segja man ég ekki hvenær mér fannst síðast góð hugmynd að detta í það, eða fá mér „aðeins“. Það er bara ekki inni í myndinni þó að ég viti að mér myndi örugglega líða ógeðslega vel í smá stund eftir að hafa fengið mér nokkra. Skál fyrir því. En svo kæmi enn meiri vanlíðan og niðurbrot. Líf mitt sem drykkjumanns er ekkert líf. Ég býð hvorki sjálfum mér né öðrum upp á þá útgáfu af mér. En ég get svo sem engu lofað. Ég get fallið eins og aðrir. En til að koma í veg fyrir það reyni ég að haga lífi mínu þannig að ég lendi ekki ofan í þeim sjálfseyðingarpytti. Það geri ég til dæmis með því að koma vel fram við fólk og reyna að vera góð og heiðarleg manneskja. Ég reyni að vera virkur þjóðfélagsþegn, er í vinnu, sinni mínum áhugamálum og er til staðar. Ég reyni að hafa húmor fyrir lífinu og sjálfum mér. Stundum geri ég eitthvað fyrir aðra sem mig langar ekkert endilega að gera. Ég er í sífelldri endurskoðun en passa mig að festa ekki hausinn í naflanum á mér. Stundum er lífið flatt og leiðinlegt. Þá tek ég því bara og geri jafnvel eitthvað í því. Mín upplifun er að eftir því sem tíminn líður í edrúmennskunni og ég verð eldri verð ég nægjusamari. Áður fyrr var lífið fullt af rosalegum hæðum og lægðum í kjölfarið og þegar ég var nýorðin edrú saknaði ég þess. Lífið var flatt eins og Danmörk. En svo komu bara nýjar hæðir og minni lægðir. Þetta kallast víst jafnvægi. Nú er ég ekki að segja að mín aðferð sé sú eina rétta. Kannski er sú leið ekki til. En þetta er að virka fyrir mig. Í starfi mínu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi tók ég eftir því að fólk var svo oft að treysta á eitthvað annað en sig sjálft. En það gerir þetta enginn fyrir þig þó að það sé gott að fá leiðsögn. Og þá spyr ég aftur: Er edrúlífið æðislegt? Og svarið er: Jú, það er það oftast. Lífið mitt er gott. Ég er sáttur. En aðalmálið er að ég á mér allavega líf sem ég tek fulla ábyrgð á. Höfundur er fyrrverandi áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun