Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar 10. október 2025 08:16 Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Ef til vill er það vegna þess að hollvinir RÚV hafa brugðist ókvæða við öllum slíkum áætlunum og haldið því fram að bæta verði RÚV upp tapið verði félagið tekið af auglýsingamarkaði, sérstaklega í ljósi þess að rekstur félagsins hefur ekki verið upp á marga fiska seinustu ár. Í nýjustu fundargerð stjórnar RÚV kemur fram að félagið hafi verið rekið með 160 milljóna kr. halla á fyrstu sex mánuðum ársins og að horfur sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til „frekari ráðstafana“. Þess ber þó að geta að fjárhagsvandræði RÚV, rétt eins og annarra opinberra aðila, eru ekki til komin vegna ónógra tekna, heldur vegna þess hvernig fjármununum er varið. Rekstrartekjur RÚV voru yfir 9 milljarðar kr. árið 2024 skv. ársreikningi félagsins. Þar af námu laun og launatengd gjöld tæpum 3,9 milljörðum. Þar eru ótaldar allar verktakagreiðslur félagsins, en þær hafa numið tæpum milljarði kr. á ári seinustu ár. Þessar tölur verða svo enn ótrúlegri þegar þær eru settar í samanburð við launakostnað annarra ríkisaðila. Dýrari en dómsvaldið og löggjafinn Ríkisvaldið samanstendur af þremur grundvallarstoðum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræðislegri stjórnskipun. Þessar stoðir eru dómsvaldið, framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Það vill svo merkilega til að kostnaður við starfsmenn ríkisútvarpsins er hærri en kostnaðurinn við alla starfsmenn dómsvaldsins, þ.e. alla dómara og starfsmenn héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Starfsmenn eins fjölmiðils er sem sagt útgjaldafrekari en heil grein ríkisvaldsins, og munar þar rúmum 700 milljónum kr. á árinu 2024. En dómsvaldið er ekki eina grein ríkisvaldsins sem er ódýrari í rekstri en RÚV, því starfsmannakostnaður löggjafans, þ.e. allir þingmenn og starfsmenn Alþingis, er einnig lægri en fjölmiðilsins góða. Munurinn er þó ekki jafn mikill og hjá dómstólunum, eða rétt rúmar 100 milljónir kr. Það kemur heldur spánskt fyrir sjónir að það þurfi fleiri starfsmenn til að halda úti einum fjölmiðli en þarf til að halda úti öllu dómskerfinu eða löggjafarvaldinu eins og það leggur sig. Ráðgátan leyst Af framansögðu er ljóst að vandi RÚV er ekki til kominn vegna skorts á tekjum, enda af nógu að taka þar. Það er því alger fásinna að ætla að „bæta“ RÚV það upp að vera tekið af auglýsingamarkaði, enda hefði RÚV aldrei átt að vera þar til að byrja með. Þess utan eru þessir rúmu sex milljarðar sem félagið fær úr ríkissjóði meira en nóg til að reka eitt stykki fjölmiðil. Því er rétt að beina frekar sjónum að útgjöldum félagsins, en þar kennir ýmissa grasa. Í ársreikningi fyrir árið 2024 kemur fram að starfsmenn RÚV hafi verið 293 í 275 og stöðugildum. Það liggur í augum uppi að ekki er þörf á tæplega 300 starfsmönnum til að reka einn fjölmiðil, sérstaklega í ljósi þess að RÚV er lögum samkvæmt eingöngu skylt að halda úti einni sjónvarpsstöð og tveimur útvarpsstöðvum. Hluti vandans er hins vegar sá að RÚV tekið ákvörðun um að gera sig gildandi á allt öðrum vígstöðum, eins og t.d. í hlaðvarpssenunni, á Instagram, Linkedin og á kínverska njósnamiðlinum TikTok. Hvers vegna er hins vegar ekki vitað. Það er vel skiljanlegt að einhverjir vilji ólmir horfa á Barnaby ráða gátuna í þúsundasta skiptið eða horfa á Gísla Martein ræða við sömu gestina í hverri viku. Ólíkur er smekkur mannanna í þeim efnum. Það þarf hins vegar engan Barnaby, og því síður einhvern starfshóp, til þess að leysa gátuna um hvernig koma má á heilbrigðu fjölmiðlaumhverfi og bæta rekstur RÚV. Það hefur lengi verið vitað að skilvirkasta leiðin að því marki er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og endurskipuleggja störf þess. Það eina sem vantar er bara nógu marga stjórnmálamenn sem hafa vilja og þor til þess að leggja það til. Fyrirsjáanleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir að ráðgátan um RÚV sé auðleyst kýs ríkisstjórnin að leita annarra leiða til að hrista upp í fjölmiðlamarkaðnum. Og þvert á engar spár var niðurstaðan gamla góða skattahækkunin. Í gær lagði nefnilega menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra fram í samráðsgátt frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna, þar sem mælt er fyrir um splunkunýjan skatt á streymisveitur, jafnt innlendar sem erlendar. Og ekki nóg með að ráðherrann leggi til aukna skattheimtu á einkarekna fjölmiðla þá bítur hann höfuðið af skömminni með því að undanþiggja RÚV frá skattheimtunni og raska þannig enn frekar samkeppni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þetta eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni til einkarekinna fjölmiðla. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Helgi Brynjarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum. Ef til vill er það vegna þess að hollvinir RÚV hafa brugðist ókvæða við öllum slíkum áætlunum og haldið því fram að bæta verði RÚV upp tapið verði félagið tekið af auglýsingamarkaði, sérstaklega í ljósi þess að rekstur félagsins hefur ekki verið upp á marga fiska seinustu ár. Í nýjustu fundargerð stjórnar RÚV kemur fram að félagið hafi verið rekið með 160 milljóna kr. halla á fyrstu sex mánuðum ársins og að horfur sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til „frekari ráðstafana“. Þess ber þó að geta að fjárhagsvandræði RÚV, rétt eins og annarra opinberra aðila, eru ekki til komin vegna ónógra tekna, heldur vegna þess hvernig fjármununum er varið. Rekstrartekjur RÚV voru yfir 9 milljarðar kr. árið 2024 skv. ársreikningi félagsins. Þar af námu laun og launatengd gjöld tæpum 3,9 milljörðum. Þar eru ótaldar allar verktakagreiðslur félagsins, en þær hafa numið tæpum milljarði kr. á ári seinustu ár. Þessar tölur verða svo enn ótrúlegri þegar þær eru settar í samanburð við launakostnað annarra ríkisaðila. Dýrari en dómsvaldið og löggjafinn Ríkisvaldið samanstendur af þremur grundvallarstoðum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræðislegri stjórnskipun. Þessar stoðir eru dómsvaldið, framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Það vill svo merkilega til að kostnaður við starfsmenn ríkisútvarpsins er hærri en kostnaðurinn við alla starfsmenn dómsvaldsins, þ.e. alla dómara og starfsmenn héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Starfsmenn eins fjölmiðils er sem sagt útgjaldafrekari en heil grein ríkisvaldsins, og munar þar rúmum 700 milljónum kr. á árinu 2024. En dómsvaldið er ekki eina grein ríkisvaldsins sem er ódýrari í rekstri en RÚV, því starfsmannakostnaður löggjafans, þ.e. allir þingmenn og starfsmenn Alþingis, er einnig lægri en fjölmiðilsins góða. Munurinn er þó ekki jafn mikill og hjá dómstólunum, eða rétt rúmar 100 milljónir kr. Það kemur heldur spánskt fyrir sjónir að það þurfi fleiri starfsmenn til að halda úti einum fjölmiðli en þarf til að halda úti öllu dómskerfinu eða löggjafarvaldinu eins og það leggur sig. Ráðgátan leyst Af framansögðu er ljóst að vandi RÚV er ekki til kominn vegna skorts á tekjum, enda af nógu að taka þar. Það er því alger fásinna að ætla að „bæta“ RÚV það upp að vera tekið af auglýsingamarkaði, enda hefði RÚV aldrei átt að vera þar til að byrja með. Þess utan eru þessir rúmu sex milljarðar sem félagið fær úr ríkissjóði meira en nóg til að reka eitt stykki fjölmiðil. Því er rétt að beina frekar sjónum að útgjöldum félagsins, en þar kennir ýmissa grasa. Í ársreikningi fyrir árið 2024 kemur fram að starfsmenn RÚV hafi verið 293 í 275 og stöðugildum. Það liggur í augum uppi að ekki er þörf á tæplega 300 starfsmönnum til að reka einn fjölmiðil, sérstaklega í ljósi þess að RÚV er lögum samkvæmt eingöngu skylt að halda úti einni sjónvarpsstöð og tveimur útvarpsstöðvum. Hluti vandans er hins vegar sá að RÚV tekið ákvörðun um að gera sig gildandi á allt öðrum vígstöðum, eins og t.d. í hlaðvarpssenunni, á Instagram, Linkedin og á kínverska njósnamiðlinum TikTok. Hvers vegna er hins vegar ekki vitað. Það er vel skiljanlegt að einhverjir vilji ólmir horfa á Barnaby ráða gátuna í þúsundasta skiptið eða horfa á Gísla Martein ræða við sömu gestina í hverri viku. Ólíkur er smekkur mannanna í þeim efnum. Það þarf hins vegar engan Barnaby, og því síður einhvern starfshóp, til þess að leysa gátuna um hvernig koma má á heilbrigðu fjölmiðlaumhverfi og bæta rekstur RÚV. Það hefur lengi verið vitað að skilvirkasta leiðin að því marki er að taka RÚV af auglýsingamarkaði og endurskipuleggja störf þess. Það eina sem vantar er bara nógu marga stjórnmálamenn sem hafa vilja og þor til þess að leggja það til. Fyrirsjáanleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir að ráðgátan um RÚV sé auðleyst kýs ríkisstjórnin að leita annarra leiða til að hrista upp í fjölmiðlamarkaðnum. Og þvert á engar spár var niðurstaðan gamla góða skattahækkunin. Í gær lagði nefnilega menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra fram í samráðsgátt frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna, þar sem mælt er fyrir um splunkunýjan skatt á streymisveitur, jafnt innlendar sem erlendar. Og ekki nóg með að ráðherrann leggi til aukna skattheimtu á einkarekna fjölmiðla þá bítur hann höfuðið af skömminni með því að undanþiggja RÚV frá skattheimtunni og raska þannig enn frekar samkeppni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þetta eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni til einkarekinna fjölmiðla. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun