Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar 9. október 2025 20:02 Helsta slagorð Strætó bs., sem prentað er stórum stöfum á vagna fyrirtækisins, er BESTA LEIÐIN. Eftir að hafa notað strætó markvisst í tuttugu ár get ég að mestu tekið undir þá staðhæfingu enda er einfalt og gott að fara um öngþveiti umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með tónlist í eyrum eða bók í hönd – og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna eða borga fyrir bílastæði. Þar að auki eru farþegar Strætó áhugavert þversnið af samfélaginu sem sýnir vel fegurð og fjölbreytileika þess. En nokkra hópa samfélagsins vantar þó í vagnana. Besta leiðin er nefnilega ekki hönnuð fyrir þá. Ísland skrifaði árið 2007 undir samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks og var hann fullgiltur 2016. Til stendur að lögfesta samninginn á þessu þingi en frumvarp þess efnis er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.1 Í 9. grein frumvarpsins2 stendur að aðildarríkin skulu „gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins“ og að gera þurfi ráðstafanir „til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum“. Þó að þessar kröfur séu enn í frumvarpi og því ekki lögfestar hefur samningur SÞ verið fullgiltur en í honum stendur skrifað í minni þýðingu: „Aðgerðirnar skulu fela í sér að koma auga á og fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir aðgengi í byggingum, vegum, samgöngum og öðrum stöðum innan- og utanhúss“3. Þessi setning er mjög sambærileg þeirri kröfu sem kemur fram í fyrrnefndu frumvarpi og á báðum stöðum eru samgöngur nefndar sérstaklega. Samningurinn hefur haft víðtæk áhrif á algilda hönnun hér á landi síðan hann var fullgiltur. Til að mynda er lagt út af honum þegar fjallað er um markmið tæplega 100 blaðsíðna leiðbeiningarits um algilda hönnun frá 2023.4 Í ítarlegum kafla um almenningssamgöngur segir að gott aðgengi að þeim geti verið ein meginforsenda þess að fólk með skerta getu geti lifað sjálfstæðu lífi. Svo að það sé möguleiki „þurfa farartækin, stoppistöðvarnar sjálfar og leiðin að þeim að vera aðgengileg“ og því þurfi „hönnun að taka mið af aðgengi“ (bls. 76). Hér eru farartækin, vagnarnir, einnig sérstaklega nefndir. Reykjavíkurborg hefur sett saman sína eigin aðgengisstefnu til ársins 2030.5 Í öðrum kafla hennar er fjallað um aðgengi að almenningssamgöngum en þar segir: „Almenningssamgöngur og aðkoma að þeim mæti þörfum hópa með ólíka færni og fötlun.“ Það sama er að segja um Stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík, Samferða Reykjavík, sem samþykkt var í júní 2015.6 Undir liðnum Gæði vagna segir að Reykjavíkurborg skuli beita sér fyrir því að „[t]ryggja aðgengi fyrir alla í öllum strætisvögnum og góða þjónustu við fatlað fólk“. Hér er vísað til bæði allra farþega og allra vagna en því er ekki að skipta. Sumir af þeim vögnum sem sinna stofnleiðunum, eins og ásinn og sexan sem ég nota reglulega, eru ekki með ramp sem hægt er að setja niður. Í þeim vögnum er aðgengið því ekki bara slæmt – það er ekkert. Árið 2023 skrifaði Freyr Rögnvaldsson hjá Heimildinni fantagóða úttekt undir heitinu Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.7 Þar er fjallað um umsögn ÖBÍ við drög að samgönguáætlun þar sem gerðar eru fjölmargar athugasemdir og virðist staðan óbreytt frá þeim skrifum. Nýlega tilkynnti Strætó um fjölgun ferða og aukna tíðni. Ég finn fyrir þessari breytingu og fagna henni mjög. Fyrirtækið hefur jafnframt fest kaup á fleiri vögnum og mun þeim fjölga töluvert á næstu árum.8 Það gleður mig sömuleiðis. Á nýlegum aðalfundi ÖBÍ fjallaði aðgengishópur samtakanna um nýju vagna strætó og sjálfvirku rampa þeirra. Þetta eru miklar gleðifréttir enda munu breytingarnar hafa veruleg áhrif á aðgengi. En góðir rampar í nýjum vögnum bæta þó ekki slæma rampa í þeim gömlu. Kæru aðilar máls. Ég óska þess hér með að þið hafið í huga þessa einföldu hugmyndafræði sem ég kynntist fyrir mörgum árum og er viss um að leiði til betra lífs fyrir alla borgarbúa og ferðamenn: Borg sem hönnuð er fyrir börn og fatlaða er fallegri og aðgengileg öllum. Ég skora Strætó bs. til að breyta þeim blýþungu römpum sem eru í þeim vögnum sem eru í umferð og bjóða þannig alla farþega velkomna án þess að þeir séu undir öðrum komnir til að rúlla sér inn. Jafnframt skora ég á Reykjavíkurborg að sjá til þess að unnið sé eftir þeim stefnum sem borgin hefur sett sér og tryggi gott aðgengi allra að almenningssamgöngum. Ég veiti ykkur jafnframt þetta einfalda sparnarráð: Gerið ráðstafanir til að standa við samning SÞ áður en hann verður bundinn í lög síðar í vetur því það er auðveldara og kostnaðarminna að gera ráðstafanir fyrirfram en að bregðast við eftirá. Besta leiðin er nefnilega ekki best nema allir geti nýtt sér hana. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. 1. Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025-2026.2. Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.3. Á frummálinu (þýðing mín): “These measures, which shall include the identification and elimination of obstacles and barriers to accessibility, shall apply to, inter alia: a) Buildings, roads, transportation and other indoor and outdoor facilities ...”. Heimild má finna hér.4. Hönnun fyrir alla. Algild hönnun utandyra – Leiðbeiningar. (2023). Vegagerðin, Reykjavíkurborg og VERKÍS: 5. Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar 2022–2023.6. Samferða Reykjavík.7. Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.8. Strætó snýr vörn í sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Strætó Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Helsta slagorð Strætó bs., sem prentað er stórum stöfum á vagna fyrirtækisins, er BESTA LEIÐIN. Eftir að hafa notað strætó markvisst í tuttugu ár get ég að mestu tekið undir þá staðhæfingu enda er einfalt og gott að fara um öngþveiti umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með tónlist í eyrum eða bók í hönd – og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna eða borga fyrir bílastæði. Þar að auki eru farþegar Strætó áhugavert þversnið af samfélaginu sem sýnir vel fegurð og fjölbreytileika þess. En nokkra hópa samfélagsins vantar þó í vagnana. Besta leiðin er nefnilega ekki hönnuð fyrir þá. Ísland skrifaði árið 2007 undir samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks og var hann fullgiltur 2016. Til stendur að lögfesta samninginn á þessu þingi en frumvarp þess efnis er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.1 Í 9. grein frumvarpsins2 stendur að aðildarríkin skulu „gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins“ og að gera þurfi ráðstafanir „til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum“. Þó að þessar kröfur séu enn í frumvarpi og því ekki lögfestar hefur samningur SÞ verið fullgiltur en í honum stendur skrifað í minni þýðingu: „Aðgerðirnar skulu fela í sér að koma auga á og fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir aðgengi í byggingum, vegum, samgöngum og öðrum stöðum innan- og utanhúss“3. Þessi setning er mjög sambærileg þeirri kröfu sem kemur fram í fyrrnefndu frumvarpi og á báðum stöðum eru samgöngur nefndar sérstaklega. Samningurinn hefur haft víðtæk áhrif á algilda hönnun hér á landi síðan hann var fullgiltur. Til að mynda er lagt út af honum þegar fjallað er um markmið tæplega 100 blaðsíðna leiðbeiningarits um algilda hönnun frá 2023.4 Í ítarlegum kafla um almenningssamgöngur segir að gott aðgengi að þeim geti verið ein meginforsenda þess að fólk með skerta getu geti lifað sjálfstæðu lífi. Svo að það sé möguleiki „þurfa farartækin, stoppistöðvarnar sjálfar og leiðin að þeim að vera aðgengileg“ og því þurfi „hönnun að taka mið af aðgengi“ (bls. 76). Hér eru farartækin, vagnarnir, einnig sérstaklega nefndir. Reykjavíkurborg hefur sett saman sína eigin aðgengisstefnu til ársins 2030.5 Í öðrum kafla hennar er fjallað um aðgengi að almenningssamgöngum en þar segir: „Almenningssamgöngur og aðkoma að þeim mæti þörfum hópa með ólíka færni og fötlun.“ Það sama er að segja um Stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík, Samferða Reykjavík, sem samþykkt var í júní 2015.6 Undir liðnum Gæði vagna segir að Reykjavíkurborg skuli beita sér fyrir því að „[t]ryggja aðgengi fyrir alla í öllum strætisvögnum og góða þjónustu við fatlað fólk“. Hér er vísað til bæði allra farþega og allra vagna en því er ekki að skipta. Sumir af þeim vögnum sem sinna stofnleiðunum, eins og ásinn og sexan sem ég nota reglulega, eru ekki með ramp sem hægt er að setja niður. Í þeim vögnum er aðgengið því ekki bara slæmt – það er ekkert. Árið 2023 skrifaði Freyr Rögnvaldsson hjá Heimildinni fantagóða úttekt undir heitinu Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.7 Þar er fjallað um umsögn ÖBÍ við drög að samgönguáætlun þar sem gerðar eru fjölmargar athugasemdir og virðist staðan óbreytt frá þeim skrifum. Nýlega tilkynnti Strætó um fjölgun ferða og aukna tíðni. Ég finn fyrir þessari breytingu og fagna henni mjög. Fyrirtækið hefur jafnframt fest kaup á fleiri vögnum og mun þeim fjölga töluvert á næstu árum.8 Það gleður mig sömuleiðis. Á nýlegum aðalfundi ÖBÍ fjallaði aðgengishópur samtakanna um nýju vagna strætó og sjálfvirku rampa þeirra. Þetta eru miklar gleðifréttir enda munu breytingarnar hafa veruleg áhrif á aðgengi. En góðir rampar í nýjum vögnum bæta þó ekki slæma rampa í þeim gömlu. Kæru aðilar máls. Ég óska þess hér með að þið hafið í huga þessa einföldu hugmyndafræði sem ég kynntist fyrir mörgum árum og er viss um að leiði til betra lífs fyrir alla borgarbúa og ferðamenn: Borg sem hönnuð er fyrir börn og fatlaða er fallegri og aðgengileg öllum. Ég skora Strætó bs. til að breyta þeim blýþungu römpum sem eru í þeim vögnum sem eru í umferð og bjóða þannig alla farþega velkomna án þess að þeir séu undir öðrum komnir til að rúlla sér inn. Jafnframt skora ég á Reykjavíkurborg að sjá til þess að unnið sé eftir þeim stefnum sem borgin hefur sett sér og tryggi gott aðgengi allra að almenningssamgöngum. Ég veiti ykkur jafnframt þetta einfalda sparnarráð: Gerið ráðstafanir til að standa við samning SÞ áður en hann verður bundinn í lög síðar í vetur því það er auðveldara og kostnaðarminna að gera ráðstafanir fyrirfram en að bregðast við eftirá. Besta leiðin er nefnilega ekki best nema allir geti nýtt sér hana. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. 1. Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025-2026.2. Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.3. Á frummálinu (þýðing mín): “These measures, which shall include the identification and elimination of obstacles and barriers to accessibility, shall apply to, inter alia: a) Buildings, roads, transportation and other indoor and outdoor facilities ...”. Heimild má finna hér.4. Hönnun fyrir alla. Algild hönnun utandyra – Leiðbeiningar. (2023). Vegagerðin, Reykjavíkurborg og VERKÍS: 5. Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar 2022–2023.6. Samferða Reykjavík.7. Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur.8. Strætó snýr vörn í sókn.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun