Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 15:48 Samstarfskonurnar Guðný Bára Jónsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir ræða saman á spjallbekknum. Reykjavíkurborg Spjallbekk hefur verið komið fyrir í Laugardalnum við inngang Grasagarðsins í tilefni af viku einmanaleikans sem nú stendur yfir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að spjallbekki sé að finna víða um heim og að þeim sé ætlað að hvetja til félagslegra samskipta og draga úr einmanaleika. Í tilkynningu segir að spjallbekkir séu sérstaklega merktir og sitji einhver á bekknum eigi það að gefa til kynna að þau séu fús til að spjalla. Bekkirnir séu staðsettir á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum, við gönguleiðir, í verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðstöðvum, sem eigi að gera þá auðveldlega aðgengilega fyrir vegfarendur. Þá eigi merkingar á bekkjunum að hvetja fólk til að hefja samtöl, sem efli tengsl og samfélagskennd. Þeim sé ætlað að vera aðgengilegir öllum, óháð aldri eða aðstæðum, og bjóða þannig upp á lágan þröskuld til samskipta. Steinunn Ása við spjallbekkinn. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að fatlað fólk eigi í hættu, eins og aðrir, að einangrast. Hún fagnar framtakinu. „Fatlað fólk eins og annað fólk er í mikilli hættu á að verða einmana, meira að segja þegar það er fullt af fólki í kringum okkur getum við upplifað einmanaleika. Við viljum að börnunum okkar líði vel, að fjölskyldunni okkar líði vel og að vinum okkar líði vel. Einmanaleiki er algengur og það sem við þurfum að hafa í huga er að óttast ekki að stíga út úr einmanaleikanum. Það er margt sem hægt er að gera og það er mikilvægt að vekja athygli á því. Þessi bekkur er staður til þess að setjast niður, gleyma símanum um stund, líta upp og tala saman. Í þessari viku hvet ég fólk til þess að hringja í vini, hitta fólk, fara í sund, fara á kaffihús og leita að menningunni, hún er úti um allt. Tökum spjall, það hressir og kætir“, segir Steinunn Ása í tilkynningu. Vika einmanaleikans stendur yfir í þessari viku. Vikan er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði meðan á vitundarvakningunni stendur, þar á meðal á bókasöfnum Reykjavíkurborgar. Hægt er að skoða dagskrá hér. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að spjallbekkir séu sérstaklega merktir og sitji einhver á bekknum eigi það að gefa til kynna að þau séu fús til að spjalla. Bekkirnir séu staðsettir á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum, við gönguleiðir, í verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðstöðvum, sem eigi að gera þá auðveldlega aðgengilega fyrir vegfarendur. Þá eigi merkingar á bekkjunum að hvetja fólk til að hefja samtöl, sem efli tengsl og samfélagskennd. Þeim sé ætlað að vera aðgengilegir öllum, óháð aldri eða aðstæðum, og bjóða þannig upp á lágan þröskuld til samskipta. Steinunn Ása við spjallbekkinn. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að fatlað fólk eigi í hættu, eins og aðrir, að einangrast. Hún fagnar framtakinu. „Fatlað fólk eins og annað fólk er í mikilli hættu á að verða einmana, meira að segja þegar það er fullt af fólki í kringum okkur getum við upplifað einmanaleika. Við viljum að börnunum okkar líði vel, að fjölskyldunni okkar líði vel og að vinum okkar líði vel. Einmanaleiki er algengur og það sem við þurfum að hafa í huga er að óttast ekki að stíga út úr einmanaleikanum. Það er margt sem hægt er að gera og það er mikilvægt að vekja athygli á því. Þessi bekkur er staður til þess að setjast niður, gleyma símanum um stund, líta upp og tala saman. Í þessari viku hvet ég fólk til þess að hringja í vini, hitta fólk, fara í sund, fara á kaffihús og leita að menningunni, hún er úti um allt. Tökum spjall, það hressir og kætir“, segir Steinunn Ása í tilkynningu. Vika einmanaleikans stendur yfir í þessari viku. Vikan er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði meðan á vitundarvakningunni stendur, þar á meðal á bókasöfnum Reykjavíkurborgar. Hægt er að skoða dagskrá hér.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. 28. september 2025 21:20
Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01
„Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. 29. apríl 2025 08:01