Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. október 2025 21:30 Eigendur Donnu og Kráku voru meðal þeirra sem vonuðust til að standast próf Rauða krossins í dag. vísir/Lýður Valberg Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins fóru fram í dag þar sem mat var lagt á 20 hunda og eigendur þeirra sem vonast eftir því að taka þátt í hundavinaverkefni Rauða krossins. Það miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Fréttastofa hlaut þann heiður að fylgjast með umræddu mati. Hér í húsakynnum Rauða krossins í Víkurhvarfi í Kópavogi fóru fram afar sérkennilegar áheyrnarprufur í dag þar sem var lagt mat á fjöldann allan af hundum eins og hana Kráku sem má berja augum í spilaranum hér að neðan fyrir ákveðið sjálfboðastarf eða svokallað hundavinaverkefni. „Togum aðeins í skottið, bara til að kanna viðbrögðin“ Verkefnið gengur út á það að rjúfa félagslega einangrun með sérstökum heimsóknum þar sem hundur og sjálfboðaliði heimsækja fólk sem þarf á því að halda. „Það svona ósjálfrátt skapar tengingu á milli fólks að hafa þessa fjórfættu dásemd með okkur og hún er sammála,“ sagði Þórdís Björg Björgvinsdóttir, matsmaður og hundasérfræðingur, og vísar til þess að Kráka geltir hátt og snjallt þegar minnst er á fjórfætta dásemd. Hundurinn Kráka stóðst matið auðveldlega.vísir/Lýður Valberg Ekki allir hundar henta vel í verkefnið og mat því mikilvægt. Fréttastofa fékk að fylgjast með einu slíku mati. Nú er hundur að bíða hérna eftir að koma inn í mat. Byrjar matið bara um leið og hann gengur inn? „Já í raun og veru. Frá fyrstu sekúndu. Er ég að fylgjast með því hvað hann er að gera og hvernig hann bregst við. Kráka. Gjörðu svo vel. Gangið í bæinn. Fyrstu viðbrögð virðast bara mjög góð. Hún labbar hérna sjálfsörugg inn. Eltir eiganda sinn og er ekki með neitt vesen.“ Þá hóf Þórdís að kanna hvernig Kráka bregst við áreiti þar sem aðstæður geta verið alls konar. „Ef það eru smáhundar þá tökum við þá yfirleitt í fangið. Komum við aftur loppur. Togum aðeins í skottið. Bara til að kanna viðbrögðin. Því í raun og veru ef hún sýnir einhver viðbrögð að þá hentar hún ekki sem heimsóknahundur.“ Væri búið að koma í ljós ef Donna væri grimm „Sem eigandi er ég bara mjög ánægð að sjá að hún þolir þetta bögg frá Þórdísi,“ sagði Sigríður Margrét Jónsdóttir, eigandi Kráku og annar matsmaður Rauða krossins. Er það að einhverju leyti léttir að sjá að hundurinn er svona vel upp alinn? „Vel upp alinn? Jú jú, það er mjög mikill léttir.“ Donna heitir í raun Madonna eftir söngkonunni góðkunnu en er ávallt kölluð Donna.vísir/Lýður Valberg Kristjana Gunnarsdóttir, eigandi Donnu, vonast innilega til að geta látið gott af sér leiða í gegnum verkefnið. Ertu vongóð um að hún standist matið? „Já, ég vona það. Hún er rosalega blíð og barnabörnin mín eru búin að gera á henni nokkur svona próf. Ef hún væri eitthvað smá grimm þá væri það komið í ljós.“ Hundar Dýr Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Hér í húsakynnum Rauða krossins í Víkurhvarfi í Kópavogi fóru fram afar sérkennilegar áheyrnarprufur í dag þar sem var lagt mat á fjöldann allan af hundum eins og hana Kráku sem má berja augum í spilaranum hér að neðan fyrir ákveðið sjálfboðastarf eða svokallað hundavinaverkefni. „Togum aðeins í skottið, bara til að kanna viðbrögðin“ Verkefnið gengur út á það að rjúfa félagslega einangrun með sérstökum heimsóknum þar sem hundur og sjálfboðaliði heimsækja fólk sem þarf á því að halda. „Það svona ósjálfrátt skapar tengingu á milli fólks að hafa þessa fjórfættu dásemd með okkur og hún er sammála,“ sagði Þórdís Björg Björgvinsdóttir, matsmaður og hundasérfræðingur, og vísar til þess að Kráka geltir hátt og snjallt þegar minnst er á fjórfætta dásemd. Hundurinn Kráka stóðst matið auðveldlega.vísir/Lýður Valberg Ekki allir hundar henta vel í verkefnið og mat því mikilvægt. Fréttastofa fékk að fylgjast með einu slíku mati. Nú er hundur að bíða hérna eftir að koma inn í mat. Byrjar matið bara um leið og hann gengur inn? „Já í raun og veru. Frá fyrstu sekúndu. Er ég að fylgjast með því hvað hann er að gera og hvernig hann bregst við. Kráka. Gjörðu svo vel. Gangið í bæinn. Fyrstu viðbrögð virðast bara mjög góð. Hún labbar hérna sjálfsörugg inn. Eltir eiganda sinn og er ekki með neitt vesen.“ Þá hóf Þórdís að kanna hvernig Kráka bregst við áreiti þar sem aðstæður geta verið alls konar. „Ef það eru smáhundar þá tökum við þá yfirleitt í fangið. Komum við aftur loppur. Togum aðeins í skottið. Bara til að kanna viðbrögðin. Því í raun og veru ef hún sýnir einhver viðbrögð að þá hentar hún ekki sem heimsóknahundur.“ Væri búið að koma í ljós ef Donna væri grimm „Sem eigandi er ég bara mjög ánægð að sjá að hún þolir þetta bögg frá Þórdísi,“ sagði Sigríður Margrét Jónsdóttir, eigandi Kráku og annar matsmaður Rauða krossins. Er það að einhverju leyti léttir að sjá að hundurinn er svona vel upp alinn? „Vel upp alinn? Jú jú, það er mjög mikill léttir.“ Donna heitir í raun Madonna eftir söngkonunni góðkunnu en er ávallt kölluð Donna.vísir/Lýður Valberg Kristjana Gunnarsdóttir, eigandi Donnu, vonast innilega til að geta látið gott af sér leiða í gegnum verkefnið. Ertu vongóð um að hún standist matið? „Já, ég vona það. Hún er rosalega blíð og barnabörnin mín eru búin að gera á henni nokkur svona próf. Ef hún væri eitthvað smá grimm þá væri það komið í ljós.“
Hundar Dýr Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira