Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2025 16:38 Eyjólfur er allur að koma til eftir að gallblaðran var fjarlægð. Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna. Sérstakir heiðurstónleikar fóru fram í Eldborg í gærkvöldi í tilefni þess að 65 ár eru liðin síðan Bítlarnir komu fyrst saman. Söngvararnir Eyjólfur Kristjánsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Salka Sól, Magni Ásgeirsson og Matti Matt áttu þar að koma fram auk hljómsveitar undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Í upphafi tónleikanna var hins vegar greint frá því að Eyfi yrði ekki með vegna þess að hann hefði lagst inn á spítala um morguninn. Engar frekar skýringar voru gefnar á fjarverunni en fyrr í dag heyrði blaðamaður hljóðið í Eyfa, sem var enn inniliggjandi á spítala. Svakalegir verkir í hægri síðunni „Þetta var svolítið intensívt til að byrja með. Ég fékk alveg svakalega verki hægra megin í síðuna og það var hringt á sjúkrabíl, sem betur fer,“ sagði Eyjólfur um aðdragandann að spítalavistinni. „Ég var fluttur upp á spítala og þar þurfti ég að fara í spítala þar sem gallblaðran var numin á brott. Hún var bara búin á því, það var ekkert öðruvísi. Ég þurfti að fara í aðgerð og er ennþá á spítalanum.“ Ástæður gallblöðrutöku eru yfirleitt gallsteinar eða bólga í gallblöðru og er gallblaðran þá að mestu hætt að sinna hlutverki sínu. Ertu orðinn hress? „Ég er að hressast, eigum við ekki að segja það bara,“ sagði Eyjólfur sem þurfti svo frá að víkja því læknirinn á deildinni var að ganga stofugang. Þráðurinn var síðan tekinn aftur upp síðdegis Ömurleg tímasetning „Þetta var ömurleg tímasetning en heilsan verður að ganga fyrir,“ sagði Eyfi aðspurður hvernig hefði verið að missa af tónleikunum. „Ægilega leiðinlegt að missa af þessu, við vorum með tónleika í Hofi þarsíðustu helgi. Þá fékk maður sem betur fer að taka eina sýningu með liðinu,“ sagði hann. Eyjólfur Kristjánsson er flestum Íslendingum kunnugur. Eyfi hefur alltaf verið mikill Bítlamaður og var einn af stofnendum Bítlavinafélagsins. „Bítlavinafélagið var með Lennon-kvöld á á Gauki á Stöng 1986, við ætluðum ekkert að gera neitt meira en ákváðum að halda áfram og spiluðum næstu fimm árin. Það var frábær tími,“ sagði hann um Bítlavinifélagið. Þá vildi Eyfi koma sérstökum þökkum til þeirra sem tóku þátt í tónleikunum með honum og sendu honum fallegar kveðjur í upphafi tónleikanna í gær. „Nú tekur við smá bataferli og svo er maður klár í næstu verkefni,“ sagði hann. Er eitthvað framundan? „Það er alltaf eitthvað framundan, næst er ég að spila svokallað Kósíkvöld með Eyfa á Einsa kalda í Vestmannaeyjum 17. október. Það verður líklega næsta vertíð sem ég get tekið.“ Hvað segja læknarnir? „Ég er ennþá á spítalanum en fæ víst að fara heim í kvöld, með þeim skilyrðum að ég taki því mjög rólega allavega næstu vikuna. Það er rosalegt þegar það er fjarlægt svona heilt líffæri úr manni,“ sagði hann að lokum. Heilbrigðismál Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Sérstakir heiðurstónleikar fóru fram í Eldborg í gærkvöldi í tilefni þess að 65 ár eru liðin síðan Bítlarnir komu fyrst saman. Söngvararnir Eyjólfur Kristjánsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Salka Sól, Magni Ásgeirsson og Matti Matt áttu þar að koma fram auk hljómsveitar undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Í upphafi tónleikanna var hins vegar greint frá því að Eyfi yrði ekki með vegna þess að hann hefði lagst inn á spítala um morguninn. Engar frekar skýringar voru gefnar á fjarverunni en fyrr í dag heyrði blaðamaður hljóðið í Eyfa, sem var enn inniliggjandi á spítala. Svakalegir verkir í hægri síðunni „Þetta var svolítið intensívt til að byrja með. Ég fékk alveg svakalega verki hægra megin í síðuna og það var hringt á sjúkrabíl, sem betur fer,“ sagði Eyjólfur um aðdragandann að spítalavistinni. „Ég var fluttur upp á spítala og þar þurfti ég að fara í spítala þar sem gallblaðran var numin á brott. Hún var bara búin á því, það var ekkert öðruvísi. Ég þurfti að fara í aðgerð og er ennþá á spítalanum.“ Ástæður gallblöðrutöku eru yfirleitt gallsteinar eða bólga í gallblöðru og er gallblaðran þá að mestu hætt að sinna hlutverki sínu. Ertu orðinn hress? „Ég er að hressast, eigum við ekki að segja það bara,“ sagði Eyjólfur sem þurfti svo frá að víkja því læknirinn á deildinni var að ganga stofugang. Þráðurinn var síðan tekinn aftur upp síðdegis Ömurleg tímasetning „Þetta var ömurleg tímasetning en heilsan verður að ganga fyrir,“ sagði Eyfi aðspurður hvernig hefði verið að missa af tónleikunum. „Ægilega leiðinlegt að missa af þessu, við vorum með tónleika í Hofi þarsíðustu helgi. Þá fékk maður sem betur fer að taka eina sýningu með liðinu,“ sagði hann. Eyjólfur Kristjánsson er flestum Íslendingum kunnugur. Eyfi hefur alltaf verið mikill Bítlamaður og var einn af stofnendum Bítlavinafélagsins. „Bítlavinafélagið var með Lennon-kvöld á á Gauki á Stöng 1986, við ætluðum ekkert að gera neitt meira en ákváðum að halda áfram og spiluðum næstu fimm árin. Það var frábær tími,“ sagði hann um Bítlavinifélagið. Þá vildi Eyfi koma sérstökum þökkum til þeirra sem tóku þátt í tónleikunum með honum og sendu honum fallegar kveðjur í upphafi tónleikanna í gær. „Nú tekur við smá bataferli og svo er maður klár í næstu verkefni,“ sagði hann. Er eitthvað framundan? „Það er alltaf eitthvað framundan, næst er ég að spila svokallað Kósíkvöld með Eyfa á Einsa kalda í Vestmannaeyjum 17. október. Það verður líklega næsta vertíð sem ég get tekið.“ Hvað segja læknarnir? „Ég er ennþá á spítalanum en fæ víst að fara heim í kvöld, með þeim skilyrðum að ég taki því mjög rólega allavega næstu vikuna. Það er rosalegt þegar það er fjarlægt svona heilt líffæri úr manni,“ sagði hann að lokum.
Heilbrigðismál Reykjavík Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira