Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2025 19:45 Andrea var mögnuð í dag. Sven Hoppe/Getty Images Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós þegar Blomberg-Lippe vann útisigur á Zwickau í efstu deild þýska kvennahandboltans. Þá voru fjölmargir aðrir Íslendingar í eldlínunni. Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01