Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2025 06:56 Brúin sem opnaðist í Víðidal í gær er með bráðabirgðahandriði. Fjær sjást Reiðhöllin og félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. kmu Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals. Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska
Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07