Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2025 06:56 Brúin sem opnaðist í Víðidal í gær er með bráðabirgðahandriði. Fjær sjást Reiðhöllin og félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. kmu Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals. Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska
Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07