Körfubolti

De Assis með fjórða ís­lenska liðinu á fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julio De Assis spilaði í grænu þegar hann var með Blikum.
Julio De Assis spilaði í grænu þegar hann var með Blikum. Vísir/Bára

Julio De Assis hefur samið við Njarðvíkinga og mun spila fyrir liðið í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur.

Njarðvíkingar hafa orðið að skipta um erlendan leikmann rétt fyrir fyrsta leik á Íslandsmótinu.

De Assis kemur inn fyrir Carlos Mateo sem Njarðvíkingar segja að hafi beðið um að losna undan samningi sínum af persónulegum ástæðum. 

De Assis þekkir vel til íslenska boltans en þetta verður fjórða íslenska liðið hans á fjórum árum.

Hann verður með Njarðvíkingum á móti Grindavík í kvöld en De Assis spilaði einmitt með Grindavík á síðustu leiktíð þar sem hann var með 15,5 stig og 6,9 fráköst í leik.

Besta tímabilið hans var með Vestra 2021-22 þar sem hann skoraði 16,8 stig, tók 9,4 fráköst og gaf 3,3 stoðsendingar. Hann spilaði einnig fyrir Breiðablik tímabilið 2022 til 2023.

Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur fer fram í Grindavík í kvöld en þar náði þó De Assis aldrei að spila sem leikmaður Grindavíkur enda heimavöllur liðsins þá í Smáranum í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×