Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 22:27 Play-vélin á Keflavíkurflugvelli í morgun. Play leigði hana af kínverska félaginu CALC. Vísir/MHH Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar. Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
mbl.is greindi fyrst frá málinu en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að ekki sé tímabært að tilgreina heildarupphæð skuldanna. Fram kom í tilkynningu Isavia á mánudag að útistandandi viðskiptaskuldir Play væru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum. Isavia myndi leita þeirra lagaúrræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. Guðjón gat ekkert sagt til um hvort vélin yrði kyrrsett vegna skuldar Play við Isavia eins og gert var eftir gjaldþrot Wow. Átti að fara til Tenerífe Flugvélin sem um ræðir er eina Play-vélin sem eftir situr eftir á Keflavíkurflugvelli en henni átti að fljúga til Tenerífe um mánudagsmorgun, rétt áður en Play tilkynnti skyndilega um rekstrarstöðvun vegna gjaldþrots. Vélin er af tegundinni Airbus A320neo en Play leigði hana, auk einnar annarrar vélar, af China Aircraft Leasing Group Holdings Limited (CALC). Hinar átta vélarnar leigði Play af AerCap, írsk-bandarískri flugvélaleigu. Stærsti hluthafi í CALC er kínverska ríkisfyrirtækið China Everbright Bank (CEL), sem á rúmlega 30 prósent í félaginu. Minnir á deilu Isavia og ALC Afar óljóst er undir hvaða skilmálum kínverska félagið getur sótt vélina til Íslands. Þegar WOW air fór í gjaldþrot kyrrsetti Isavia Airbus-þotuna sem WOW leigði af ALC. Var það vegna ógreiddra gjalda sem WOW skuldaði og námu um 2 milljörðum króna. Mál ALC og Isavia fór fyrir dóma og endaði með því að Hæstiréttur staðfesti að Isavia hefði brotið á eignarétti ALC þar sem ekki hefði mátt nota eignir þriðja aðila sem tryggingu nema skýr lagaheimild væri til staðar. Isavia þurfti því að greiða ALC bætur vegna ólögmætrar stöðvunar vélarinnar.
Play Gjaldþrot Play Kína WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira