„Það var smá stress og drama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 08:03 Janus verður frá í tvo til þrjá mánuði en óttast var að tímabili hans væri lokið. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar. Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira