Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 14:33 Stefán Árni Pálsson og séfræðingarnir skelltu upp úr þegar Benedikt Guðmundsson fór að tala um eldri bróðurinn. Sýn Sport Benedikt Guðmundsson snýr aftur sem sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi í vetur en hann hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor. Benedikt gerði Tindastól að deildarmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins og fór með liðið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði á móti Stjörnunni. Í upphitunarþætti Körfuboltakvölds fyrir leiktíðina var Benedikt spurður út í grísku bræðurna sem spiluðu fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Sá yngri, Giannis Agravanis, byrjaði tímabilið vel og var öflugur með 14,7 stig að meðaltali í leik. Hann skipti um gír um áramót og var þá enn öflugri. Sá eldri, Dimitrios Agravanis, kom hins vegar til liðsins á miðju tímabili og það er óhætt að segja að tími hans á Króknum hafi verið skrautlegur. Flestir voru sammála um að þar hafi Stólarnir keypt köttinn í sekknum. Góði bróðurinn mættur í Garðabæinn Giannis Agravanis spilar áfram á Íslandi en hann gerði samning við Stjörnuna í sumar. „Förum bara í leikmann, sem við þekkjum og þú þekkir sérstaklega vel. Góði bróðirinn, Giannis Agravanis. Hann er mættur í Garðabæinn. Hvað kemur hann með inn í þetta lið Íslandsmeistaranna,“ spurði Stefán Árni Pálsson þáttastjórnandi. Klippa: Körfuboltakvöld: Ekki hringja í eldri bróðirinn „Það er bara hellingur. Þetta er frábær undirskrift hjá Stjörnunni. Fyrir mér var hann, sérstaklega eftir áramót, örugglega bara besti leikmaður Tindastólsliðsins. Hann er klæðskerasniðinn í þessa deild,“ sagði Benedikt. Getur verið besti varnarmaður deildarinnar „Hann getur spilað sem lítill framherji og hann getur spilað sem kraftframherji. Hann getur verið besti varnarmaður deildarinnar þegar hann ætlar sér það. Hann getur dekkað leikstjórnanda og hann getur dekkað upp fyrir sig.,“ sagði Benedikt. „Hann er góður sendingamaður og hann getur skorað á marga vegu. Ef hann kemst á vinstri hendina þá er varla hægt að stoppa hann,“ sagði Benedikt. Það er bara eitt ... „Það er bara eitt sem ég verð að ráðleggja Stjörnumönnum og ég vona að þeir séu að hlusta. Ef hann spyr hvort að bróðir hans megi klára tímabilið hérna, segja þá bara absalútt nei. Alla vega að heyra í mér áður en þeir taka ákvörðunina,“ sagði Benedikt og mikið var hlegið. Það má hlusta á umræðuna um Agravanis bræðurna hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Benedikt gerði Tindastól að deildarmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins og fór með liðið alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði á móti Stjörnunni. Í upphitunarþætti Körfuboltakvölds fyrir leiktíðina var Benedikt spurður út í grísku bræðurna sem spiluðu fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Sá yngri, Giannis Agravanis, byrjaði tímabilið vel og var öflugur með 14,7 stig að meðaltali í leik. Hann skipti um gír um áramót og var þá enn öflugri. Sá eldri, Dimitrios Agravanis, kom hins vegar til liðsins á miðju tímabili og það er óhætt að segja að tími hans á Króknum hafi verið skrautlegur. Flestir voru sammála um að þar hafi Stólarnir keypt köttinn í sekknum. Góði bróðurinn mættur í Garðabæinn Giannis Agravanis spilar áfram á Íslandi en hann gerði samning við Stjörnuna í sumar. „Förum bara í leikmann, sem við þekkjum og þú þekkir sérstaklega vel. Góði bróðirinn, Giannis Agravanis. Hann er mættur í Garðabæinn. Hvað kemur hann með inn í þetta lið Íslandsmeistaranna,“ spurði Stefán Árni Pálsson þáttastjórnandi. Klippa: Körfuboltakvöld: Ekki hringja í eldri bróðirinn „Það er bara hellingur. Þetta er frábær undirskrift hjá Stjörnunni. Fyrir mér var hann, sérstaklega eftir áramót, örugglega bara besti leikmaður Tindastólsliðsins. Hann er klæðskerasniðinn í þessa deild,“ sagði Benedikt. Getur verið besti varnarmaður deildarinnar „Hann getur spilað sem lítill framherji og hann getur spilað sem kraftframherji. Hann getur verið besti varnarmaður deildarinnar þegar hann ætlar sér það. Hann getur dekkað leikstjórnanda og hann getur dekkað upp fyrir sig.,“ sagði Benedikt. „Hann er góður sendingamaður og hann getur skorað á marga vegu. Ef hann kemst á vinstri hendina þá er varla hægt að stoppa hann,“ sagði Benedikt. Það er bara eitt ... „Það er bara eitt sem ég verð að ráðleggja Stjörnumönnum og ég vona að þeir séu að hlusta. Ef hann spyr hvort að bróðir hans megi klára tímabilið hérna, segja þá bara absalútt nei. Alla vega að heyra í mér áður en þeir taka ákvörðunina,“ sagði Benedikt og mikið var hlegið. Það má hlusta á umræðuna um Agravanis bræðurna hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum